Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 16:02 Sigmundur ætlar ekki friða flugvöllinn en segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. vísir/valli „Maður ætti kannski að velta þessu fyrir sér, vissulega er Reykjavíkurflugvöllur stríðsminjar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um hvort til standi að friða flugvöllinn í Vatnsmýri. Sigmundur sagðist ekki reikna með því að friða landsvæðið sem flugvöllurinn í Vatnsmýri er á, eða byggingar á flugvallarsvæðinu, nái breyting á lögum um menningarminjar fram að ganga á þessu þingi. „En ég skal hugleiða þetta í framhaldi af ábendingum háttvirts þingmanns,“ bætti hann svo við. Forsætisráðherrann sagðist heldur ekki sjá fyrir sér taka byggingar á svæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, eignarnámi. Benti hann á að stór hluti landsvæðisins væri nú þegar í eigu ríkisins. Heiða Kristín spurði ráðherrann einnig að því hvort hann gengi ekki í takt við stefnu og strauma sem Reykjavíkurborg fylgdi. Sigmundur svaraði afdráttarlaust. „Ég get svo sannarlega, virðulegur forseti, staðfest það að ég geng ekki í takt við þá stefnu sem borgin hefur innleitt,“ sagði hann og hélt áfram: „Menn hafa nú mikið notað orðið græðgisvæðing í íslenskri þjóðmálaumræðu varðar aðdraganda efnahagshrunsins og ég veit ekki hvað ég get kallað það annað en græðgisvæðingu þegar borgaryfirvöld reka stefnu sem að beinlínis ýtir undir þenslu í mjög afmörkuðu hluta borgarinnar, hér miðsvæðis. Ýtir undir það að hið gamla og smá víki og í staðin komi sem flestir og ódýrastir fermetrar þar sem loftið gengur kaupum og sölum fram og til baka og stöðugt er lagt ofan á það hærra og hærra gjald og vonast eftir fleiri og fleiri fermetrum þannig að á endanum er borgin í rauninni að útdeila gríðarlegum verðmætum, gríðarlegum verðmætum til þeirra sem eru reiðubúnir að ganga mest á byggðina sem fyrir er.“ „Það er stefna sem ég mun ekki ganga í takt við, virðulegur forseti, þannig að það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að árétta það hér eftir fyrirspurn háttvirts þingmanns,“ sagði forsætisráðherrann. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
„Maður ætti kannski að velta þessu fyrir sér, vissulega er Reykjavíkurflugvöllur stríðsminjar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um hvort til standi að friða flugvöllinn í Vatnsmýri. Sigmundur sagðist ekki reikna með því að friða landsvæðið sem flugvöllurinn í Vatnsmýri er á, eða byggingar á flugvallarsvæðinu, nái breyting á lögum um menningarminjar fram að ganga á þessu þingi. „En ég skal hugleiða þetta í framhaldi af ábendingum háttvirts þingmanns,“ bætti hann svo við. Forsætisráðherrann sagðist heldur ekki sjá fyrir sér taka byggingar á svæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, eignarnámi. Benti hann á að stór hluti landsvæðisins væri nú þegar í eigu ríkisins. Heiða Kristín spurði ráðherrann einnig að því hvort hann gengi ekki í takt við stefnu og strauma sem Reykjavíkurborg fylgdi. Sigmundur svaraði afdráttarlaust. „Ég get svo sannarlega, virðulegur forseti, staðfest það að ég geng ekki í takt við þá stefnu sem borgin hefur innleitt,“ sagði hann og hélt áfram: „Menn hafa nú mikið notað orðið græðgisvæðing í íslenskri þjóðmálaumræðu varðar aðdraganda efnahagshrunsins og ég veit ekki hvað ég get kallað það annað en græðgisvæðingu þegar borgaryfirvöld reka stefnu sem að beinlínis ýtir undir þenslu í mjög afmörkuðu hluta borgarinnar, hér miðsvæðis. Ýtir undir það að hið gamla og smá víki og í staðin komi sem flestir og ódýrastir fermetrar þar sem loftið gengur kaupum og sölum fram og til baka og stöðugt er lagt ofan á það hærra og hærra gjald og vonast eftir fleiri og fleiri fermetrum þannig að á endanum er borgin í rauninni að útdeila gríðarlegum verðmætum, gríðarlegum verðmætum til þeirra sem eru reiðubúnir að ganga mest á byggðina sem fyrir er.“ „Það er stefna sem ég mun ekki ganga í takt við, virðulegur forseti, þannig að það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að árétta það hér eftir fyrirspurn háttvirts þingmanns,“ sagði forsætisráðherrann.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira