ASÍ spyr KSÍ: „Er KSÍ ekki ábyggilega í rétta liðinu?“ Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2015 11:27 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir/Vilhelm/Daníel Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritaði Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, bréf á þriðjudag þar vegna væntanlegs forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem fram fer á morgun. Í tilkynningu frá ASÍ segir að tilefnið sé illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið sé að reisa leikvanga og hótel vegna væntanlegra stórmóta í knattspyrnu. „Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur undanfarin ár gagnrýnt FIFA harkalega fyrir að beita sér ekki gegn hræðilegum aðbúnaði verkafólks í þessum löndum.“ Í bréfi Gylfa er spurt hvort „KSÍ [sé] ekki örugglega í rétta liðinu“, en Ísland hefur atkvæðisrétt í forsetakjörinu líkt og öll önnur aðildarlönd FIFA.Slys verði Blatter endurkjörinn „Í kjöri eru nokkrir frambjóðendur, þar á meðal núverandi forseti Sepp Blatter. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC ) hefur sett af stað herferð til að forða því slysi að Blatter verði endurkjörinn, enda hefur framkoma FIFA undir hans stjórn gagnvart farandverkafólki sem byggt hefur umgjörð stórmóta FIFA síðastliðin ár hreint út sagt verið ömurleg. Forseti ITUC, Sharan Burrow, hefur skrifað harðorða grein um málið. Alþýðusamband Íslands gerir þá kröfu að KSÍ kjósi á ábyrgan hátt í þessu forsetakjöri með mannréttindi og hagsmuni farandverkafólks í huga. Mikið hefur skort á að FIFA beiti sínu mikla afli í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi sem nú er staðreynd í Katar í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2022. Farandverkamenn sem þar vinna við uppbyggingu leikvanga og hótela starfa og búa við skelfilegar aðstæður. Er áætlað að nokkur þúsund þeirra muni láta lífið við störf sín í Katar áður en boltinn byrjar að rúlla á HM 2022. Ætlar KSÍ að beita sér í því að koma núverandi forseta, Sepp Blatter, frá völdum og að FIFA taki upp stefnu mannúaðar og réttlætis? ASÍ er tilbúið að leggja KSÍ lið í þeirri baráttu ef knattspyrnuhreyfingunni hugnast slíkt samstarf,“ segir í bréfinu. Gylfi segir að til að koma í veg fyrir að „boltinn verði ataður blóði þegar flautað verður til leiks á HM 2022 er óhjákvæmilegt annað en bregðast við með afgerandi hætti“. Hvetur hann til þess að núverandi stjórn FIFA verði komið frá í kosningunum, „leiðum mannréttindin til sigurs og tryggjum að knattspyrnumenn geti stoltir stundað íþrótt sína án þess að bera ábyrgð á mannréttindabrotum með óbeinum hætti.“ FIFA Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ritaði Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, bréf á þriðjudag þar vegna væntanlegs forsetakjörs Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem fram fer á morgun. Í tilkynningu frá ASÍ segir að tilefnið sé illur aðbúnaður verkafólks á þeim leikstöðum þar sem verið sé að reisa leikvanga og hótel vegna væntanlegra stórmóta í knattspyrnu. „Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur undanfarin ár gagnrýnt FIFA harkalega fyrir að beita sér ekki gegn hræðilegum aðbúnaði verkafólks í þessum löndum.“ Í bréfi Gylfa er spurt hvort „KSÍ [sé] ekki örugglega í rétta liðinu“, en Ísland hefur atkvæðisrétt í forsetakjörinu líkt og öll önnur aðildarlönd FIFA.Slys verði Blatter endurkjörinn „Í kjöri eru nokkrir frambjóðendur, þar á meðal núverandi forseti Sepp Blatter. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC ) hefur sett af stað herferð til að forða því slysi að Blatter verði endurkjörinn, enda hefur framkoma FIFA undir hans stjórn gagnvart farandverkafólki sem byggt hefur umgjörð stórmóta FIFA síðastliðin ár hreint út sagt verið ömurleg. Forseti ITUC, Sharan Burrow, hefur skrifað harðorða grein um málið. Alþýðusamband Íslands gerir þá kröfu að KSÍ kjósi á ábyrgan hátt í þessu forsetakjöri með mannréttindi og hagsmuni farandverkafólks í huga. Mikið hefur skort á að FIFA beiti sínu mikla afli í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi sem nú er staðreynd í Katar í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2022. Farandverkamenn sem þar vinna við uppbyggingu leikvanga og hótela starfa og búa við skelfilegar aðstæður. Er áætlað að nokkur þúsund þeirra muni láta lífið við störf sín í Katar áður en boltinn byrjar að rúlla á HM 2022. Ætlar KSÍ að beita sér í því að koma núverandi forseta, Sepp Blatter, frá völdum og að FIFA taki upp stefnu mannúaðar og réttlætis? ASÍ er tilbúið að leggja KSÍ lið í þeirri baráttu ef knattspyrnuhreyfingunni hugnast slíkt samstarf,“ segir í bréfinu. Gylfi segir að til að koma í veg fyrir að „boltinn verði ataður blóði þegar flautað verður til leiks á HM 2022 er óhjákvæmilegt annað en bregðast við með afgerandi hætti“. Hvetur hann til þess að núverandi stjórn FIFA verði komið frá í kosningunum, „leiðum mannréttindin til sigurs og tryggjum að knattspyrnumenn geti stoltir stundað íþrótt sína án þess að bera ábyrgð á mannréttindabrotum með óbeinum hætti.“
FIFA Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira