Einar Torfi á suðurpólnum: „Þetta er svolítið súrrealískt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2015 00:29 Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. Einar Torfi Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira