Einar Torfi á suðurpólnum: „Þetta er svolítið súrrealískt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2015 00:29 Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. Einar Torfi Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira