Einar Torfi á suðurpólnum: „Þetta er svolítið súrrealískt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2015 00:29 Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. Einar Torfi Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn nú í kvöld eftir 57 daga ferðalag. Hann segir að síðasti dagurinn hafi verið fljótur að líða en ferðalagið strangt. Hann hefur verið með sömu þremur einstaklingunum allan tíma, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu fólki.Það kom Einari á óvart hvað gangan var líkamlega erfið.Einar Torfi„Síðasti dagurinn var frekar auðveldur því fimmtán kílómetrum í burtu vorum við farnir að sjá byggingar,“ segir hann. „Maður var með eitthvað drive í sér þennan síðasta dag þannig að hann var fljótur að líða en vikan á undan, þá var maður, hvað á maður að segja, pínu tilbúinn að þetta sé búið bara.“ Ferð eins og sú sem Einar var að ljúka tekur á bæði líkamlega og andlega. „Það kom mér pínu á óvart hvað þetta tekur mikið á líkamlega. Andlega hlutann var ég kannski betur undirbúinn fyrir þannig séð en þetta er búið að vera langt,“ segir hann. „Við erum búnir að vera fjórir saman á ferðalagi í 57 daga án þess að hitta aðra, nema í einn klukkutíma einu sinni.“ Þrátt fyrir allan þennan tíma saman segir Einar að félagarnir séu ekki komnir með nóg af hvor öðrum. „Það er það sem mér finnst alveg merkilegt að við erum ekki orðnir það. Við höfum náð að halda góðum dampi andlega með því að segja góðar sögur og vera næs hver við annan. Ég er alveg hissa á því að enginn er búinn að taka pirrkasst á neinum eða neitt svoleiðis,“ segir hann.Síðasti dagurinn leið hratt.Einar TorfiEinar Torfi segir að ævintýraþráin hafi rekið hann áfram í að ganga á pólinn. „Það er náttúrulega mikil lífsreynsla að fara í svona ferð, þó maður geri það ekki hverjum degi eða hverju ári,“ segir hann. „Það er það sem rekur mann áfram, að setja í reynslupottinn þetta ævintýri.“ Aðspurður um hvernig sé á suðurpólnum segir hann það súrrealískt. „Þessi staður er dálítið tímalaus og hér eru allar vindáttir að norðan. Svo er sólin stöðugt á lofti,“ segir hann og bætir við að stór mannvirki séu þó á pólnum í tengslum við rannsóknarstöð Bandaríkjamanna. „Það eru mikil mannvirki hérna. Þetta er svolítið súrrealískt. Hér eru stórir radarskermar og allskonar græjur sem maður hefur ekki hugmynd um hvað eru.“ Einar Torfi reiknar með að fljúga til baka á Union Glacier annað kvöld og svo þaðan til Síle eftir nokkra daga.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira