Hundrað viðburðir til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2015 13:05 Meðfylgjandi er mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndina tók Magnús Ólafsson, ljósmyndari, þann 7. júlí 1915 þegar efnt var til hátíðahalda í tilefni af kosningarétti kvenna sem konungur staðfesti þann 19. júní það sama ár. mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með hátíðahöldunum verður minnst þess árangurs sem náðst hefur í kvenréttindabaráttunni og hvatt til jafnréttis kynja á öllum sviðum. Forsætisnefnd mun hafa umsjón með hátíðahöldunum sem hefjast formlega í dag með umfjöllun í borgarstjórn. Meðal viðburða á afmælisárinu er myndlistarsýningin Vatnsberinn FJALL+KONA, sem haldin verður í Ásmundarsafni í febrúar, hátíðardagskrá á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, ráðstefna um aðgerðir gegn heimilisofbeldi í apríl og samsýning 30 myndlistarkvenna í Listasafni Reykjavíkur í september, en þær konur sýndu fyrst saman á Kjarvalsstöðum á árinu 1985. Þá má nefna gönguferðir á kvennasöguslóðir og samstarf við ýmsa skipuleggjendur í grasrótarstarfi í borginni. Viðburðir vegna kosningaafmælisins verða haldnir af öllum fagsviðum Reykjavíkurborgar og munu tengjast öðrum hátíðum á hennar vegum, s.s. Menningarnótt, Fjölmenningardegi og Barnamenningarhátíð. Stofnuð hefur verið Facebook-síða í tilefni afmælisins, þar sem upplýsingum um alla viðburði verður deilt og jafnframt miðlað upplýsingum um stöðu kvenna á ýmsum tímum og kona vikunnar kynnt. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Reykjavíkurborg mun standa fyrir 100 viðburðum, smáum og stórum, í tilefni þess að öld er liðin frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með hátíðahöldunum verður minnst þess árangurs sem náðst hefur í kvenréttindabaráttunni og hvatt til jafnréttis kynja á öllum sviðum. Forsætisnefnd mun hafa umsjón með hátíðahöldunum sem hefjast formlega í dag með umfjöllun í borgarstjórn. Meðal viðburða á afmælisárinu er myndlistarsýningin Vatnsberinn FJALL+KONA, sem haldin verður í Ásmundarsafni í febrúar, hátíðardagskrá á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars, ráðstefna um aðgerðir gegn heimilisofbeldi í apríl og samsýning 30 myndlistarkvenna í Listasafni Reykjavíkur í september, en þær konur sýndu fyrst saman á Kjarvalsstöðum á árinu 1985. Þá má nefna gönguferðir á kvennasöguslóðir og samstarf við ýmsa skipuleggjendur í grasrótarstarfi í borginni. Viðburðir vegna kosningaafmælisins verða haldnir af öllum fagsviðum Reykjavíkurborgar og munu tengjast öðrum hátíðum á hennar vegum, s.s. Menningarnótt, Fjölmenningardegi og Barnamenningarhátíð. Stofnuð hefur verið Facebook-síða í tilefni afmælisins, þar sem upplýsingum um alla viðburði verður deilt og jafnframt miðlað upplýsingum um stöðu kvenna á ýmsum tímum og kona vikunnar kynnt.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira