Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2015 23:36 Össur Skarphéðinsson var hæstánægður með framgöngu okkar manna í kvöld. Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru okkar bestu menn að hans mati. Vísir/Eva Björk Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015
Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54