Meira fyrir ævintýri en predikanir Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 16:00 kuggur og félagar Ragnheiður Steindórsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Edda Arnljótsdóttir fara með hlutverkin í fyrsta barnaleikriti Sigrúnar Eldjárn. Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“ Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira