Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. apríl 2015 10:00 „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana,“segir forstjóri Nóa Síríus. „Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“ Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
„Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“
Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira