Lítið af upplýsingum liggja fyrir að svo stöddu.Vísir/Pjetur
Þjóðvegi 1 á Suðurlandi hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað skammt austan Péturseyjar. Pétursey er fjall sem stendur austan við Sólheimasand í Mýrdal.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund þar sem ekki er vitað á þessari stundu hve lengi lokunin varir. Björgunaraðilar eru á vettvangi þessa stundina.