Ungfrú Ísland í 65. skipti Guðrún Ansnes skrifar 5. september 2015 08:30 Tanja Ýr sigraði keppnina árið 2013 og mun krýna stúlkuna sem hlýtur titilinn í ár. Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“ Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira