Allt vitlaust á Alþingi í dag vegna virkjana Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2015 18:45 Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu. Alþingi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Umhverfisráðherra er sáttur við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun fyrrverandi ráðherra. Stjórnarandstaðan segir það hins vegar lögbrot að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn um nýtingu og verndun landsvæða hefur samþykkt. Það varð allt vitlaust á Alþingi í nóvember í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að átta virkjanakostir yrðu skoðaðir með nýtingu í huga. Og í dag endurtók leikurinn sig eftir að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að skoðað yrði að fjórir nýir virkjanakostir sem eru í biðflokki verði settir í nýtingarflokk. Dagskrá Alþingis raskaðist vegna umræðna utan dagskrár um þessi mál í dag. Meirihluti atvinnuveganefndar undir formennsku Jóns Gunnarssonar leggur til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði skoðaðir ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu.Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/DaníelStjórnarandstaðan er einhuga um að það stríði gegn lögum um nýtingu og verndun landssvæða, eða rammaáætlun, að leggja til fleiri kosti en verkefnisstjórn áætlunarinnar hefur mælt með. En það er Hvammsvirkjun sem einnig var í upprunalegri þingsályktun Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrrverandi umhverfisráðherra. Þingmönnum var heitt í hamsi og þurfti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að slá oft og mikið í bjölluna, meðal annars í hátt í mínútu undir ræðu Helga Hjörvar þingflokksformanns Samfylkingarinnar þegar hann fór langt yfir ræðutíma sinn. „Virðulegur forseti, mér heyrist að reglur hér í þinginu séu ekki almennt í gildi. Svo ég bið háttvirtan forseta um að lemja jafn oft í þessa bjöllu og hann hefur lamið í Jón Gunnarsson á þessum morgni. Það eru allir þingmenn hér á einu máli um að það er auðvitað algerlega óboðlegt að afgreiða mál með þessum hætti án þess að það sé sett á dagskrá fundarins,“ sagði Helgi undir háværum bjölluslætti forseta sem kallaði að honum í föðurlegum skipunartón „að þingmaðurinn hefði lokið máli sínu.“Einar úrskurðaði að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál.VÍSIR/GVAEftir fund forseta með þingflokksformönnum úrskurðaði forsetinn að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu þingmönnum rétt til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. „Það er eindregin skoðun þess forseta að auðvitað geti hann ekki gripið inn í þessa málsmeðferð og þar með takmarkað rétt þingmanna,“ sagði Einar. Sigrún Magnúsdóttir nýr umhverfisráðherra tekur undir með forseta Alþingis og setur sig ekki upp á móti því að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir og segist jákvæð gagnvart virkjanakostum í neðrihluta Þjórsár.En er það ekki einhvern veginn að byrja á öfugum enda? „Þingið hefur.... við erum alla daga hér að breyta þingsályktunartillögum og frumvörpum. Við gerum ekki annað. Nefndir þingsins eru mjög mikils virði og þar fer kannski fram helsta starf Alþingis,“ segir Sigrún. En boðaði jafnframt að ný þingsályktunartillaga kæmi eftir um ár þegar verkefnisstjórnin, sem væri ráðherra til ráðgjafar, hefði skoðað fleiri virkjanakosti. En sú vinna væri hafin og væri mun viðameiri en sú vinna sem væri að baki núverandi þingsályktunartillögu.
Alþingi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira