Tækifæriskvæði Magnús Guðmundsson skrifar 19. október 2015 12:30 Þórunn Sigurðardóttir, sagnfræðingur Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni. Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni.
Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira