Innlent

Telur ráðherra þurfa að kynna sér málið betur

Birgir Olgeirsson skrifar
Ármann kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ármann kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, telur Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra eiga eftir að kynna sér betur launamál í Kópavogi eftir að hafa hlýtt á ummæli ráðherra á Alþingi í dag.

Þetta sagði Ármann í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Eygló sagði Kópavogsbæ hafa farið gegn úrskurði kærunefndar jafnréttismála þegar sveitarfélagið lækkaði laun karlmanns sem hafði hærri laun en kona í sama starfi.

„Mér finnst þetta ansi stór orð. Það hefði verið í lófa lagið að hafa samband við okkur og fá okkar álitsgerðir. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert. Mitt fólk hefur legið yfir þessu,“ sagði Ármann um orð Eyglóar og benti á að kynbundinn óútskýrður launamunur sé minnstu í Kópavogi. „Nú stöndum við framm fyrir því að við launasettum karlmanninn rangt og það bera að leiðrétta og við höfum gert það og jafnframt greitt bætur fyrir það tímabil sem um er að ræða,“ sagði Ármann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×