Á þriðja milljarð í húsnæðismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2015 07:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin sé að efna fyrirheit sem gefin voru í vor. vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“ Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira