Tollverðir og lögregla lögðu hald á 90 kíló af hörðum efnum á Seyðisfirði í gær. Efnin fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu en samkvæmt heimildum Vísis uppgötvuðust efnin ekki fyrr en bíllinn var kominn í land.
Vísir sagði frá því fyrr í dag að fleiri en einn hefðu verið handteknir vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á Austurlandi. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að lögreglan hefði handtekið erlent par vegna málsins.
Þessi fíkniefnafundur er einn sá stærsti á Íslandi en árið 2009 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, í Papaeyjarmálinu svokallaða.
Um 90 kíló af hörðum efnum

Tengdar fréttir

Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu
Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands
Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær.