Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2015 11:00 Rokkararnir í Sólstöfum tróðu upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. Mynd/Florian Trykowski Tólf íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi í fyrradag og voru tónleikarnir mjög vel sóttir. Mammút, Young Karin, Sóley, Júníus Meyvant, Dj Flugvél og Geimskip, Kiasmos og Sólstafir voru á meðal þeirra sem tróðu upp. Einnig var boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, þar sem var smekkfullt af fólki. Síðan var móttaka í leikhúsinu Stadsschouwburg þar sem Árstíðir sungu lagið Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, auk þess sem Júníus Meyvant söng og spilaði tvö lög. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bauð gesti velkomna og hélt ræðu um gildi tónlistar og Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, kynnti nýtt myndband um íslenska tónhöfunda. Nítján tónlistarmenn frá Íslandi eru í brennidepli á Eurosonic, sem er stærsta tónlistarráðstefna og hátíð í Evrópu og hófst á miðvikudag og lýkur í kvöld. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa leikið á hátíðinni á undanförnum árum en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er í brennidepli. Verkefnið er styrkt af ráðuneytum menningar, utanríkis, atvinnu og nýsköpunar, auk Icelandair, STEFs, Íslandsstofu og Reykjavíkurborgar. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tólf íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi í fyrradag og voru tónleikarnir mjög vel sóttir. Mammút, Young Karin, Sóley, Júníus Meyvant, Dj Flugvél og Geimskip, Kiasmos og Sólstafir voru á meðal þeirra sem tróðu upp. Einnig var boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, þar sem var smekkfullt af fólki. Síðan var móttaka í leikhúsinu Stadsschouwburg þar sem Árstíðir sungu lagið Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, auk þess sem Júníus Meyvant söng og spilaði tvö lög. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra bauð gesti velkomna og hélt ræðu um gildi tónlistar og Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, kynnti nýtt myndband um íslenska tónhöfunda. Nítján tónlistarmenn frá Íslandi eru í brennidepli á Eurosonic, sem er stærsta tónlistarráðstefna og hátíð í Evrópu og hófst á miðvikudag og lýkur í kvöld. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa leikið á hátíðinni á undanförnum árum en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er í brennidepli. Verkefnið er styrkt af ráðuneytum menningar, utanríkis, atvinnu og nýsköpunar, auk Icelandair, STEFs, Íslandsstofu og Reykjavíkurborgar.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira