Innlent

Vilja verndun lands

Svavar Hávarðsson skrifar
Ræktunarland er takmörkuð gæði.
Ræktunarland er takmörkuð gæði. fréttablaðið/hag
Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands.

Tillagan miðar að því að upplýsingar um ræktunarland séu aðgengilegar öllum og að mótuð verði stefna um varðveislu ræktunarlands þannig að komist verði hjá því að því verði varið óskynsamlega eða því spillt.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur gert árið 2015 að alþjóðlegu ári jarðvegs og mun nota það tilefni til að vekja athygli á því hversu mikilvæg auðlind jarðvegur er fyrir mannkynið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×