Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 20:01 Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira