Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 20:01 Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira