Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2015 16:18 Sigurborg Daðadóttur, yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“ Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“
Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00