Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2015 16:18 Sigurborg Daðadóttur, yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“ Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“
Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00