Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Hafnarstjóri segir umfang starfseminnar á Grundartanga fela í sér skyldur gagnvart umhverfinu og að það eigi líka við um Silicor Materials. Fréttablaðið/Vilhelm „Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira