Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Hafnarstjóri segir umfang starfseminnar á Grundartanga fela í sér skyldur gagnvart umhverfinu og að það eigi líka við um Silicor Materials. Fréttablaðið/Vilhelm „Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent