Mýrarbolti á mölinni í dag Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:10 Hægt er að spreyta sig í mýrarbolta í Nauthólsvík í dag. Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið. Mýrarboltinn Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið.
Mýrarboltinn Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira