Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2015 11:21 Björgvin segir ummæli Bigga löggu svo glórulaus að það einfaldlega hljóti að liggja fiskur undir steini: Hagsmunir þeirra sem vilja halda í refsistefnu í fíknefnamálum. Björgvin Mýrdal, ritari Snarrótarinnar og matreiðslumeistari, furðar sig á frásögn og ummælum Birgis Arnar Guðjónssonar, betur þekktur sem Biggi lögga, sem á dögunum ræddi við dreng sem varð á vegi hans. Sá var með stóra krukku „af einhverju sem hann kallaði kannabisolíu,“ segir Biggi. „Ég leit á þetta sem hverja aðra grínfrétt. Þeir sem eitthvað þekkja til þeim hlýtur að finnast það. Þetta eru einhverjar ýkjusögur, hann veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Ef hann er að gefa það í skyn að einhverjir krakkar séu að framleiða svona olíu, sem kostar verulegt fjármagn að framleiða, þú þarft gríðarlegt magn af kannabis til að búa til örlítið magn af svona olíu, þá er það mjög undarlegt. Þá finnst mér ólíklegt að 16 ára krakkar tali á þessum nótum við þekktan lögreglumann.“Biggi gerður út af örkinni til að verja hagsmuni En, þetta er hins vegar ekkert grín í huga Björgvins. Hann segir þessi ummæli Bigga til þess fallin gagngert að brengla umræðuna um fíkniefni. „Þetta er skelfilegt viðhorf frá lögreglumönnum, erfitt að líta á þetta nema sem hreina og klára hagsmunagæslu. Ég neita að trúa því að menn séu svona fáfróðir um þetta. Eins og eitthvað annað búi þar að baki en persónuleg þörf hans að tjá sig um þetta,“ segir Björgin og bendir á að Biggi lögga sé vinsæll á ýmsum bæjum: „Hann er hluti af ímyndarherferð hjá Lögreglunni. Stöðu sinnar vegna, hljóta allir að vita það að honum er flaggað uppá ímyndina og þess vegna finnst manni svo kjánalegt og alvarlegt að hann sé að koma fram með þessum hætti. Hann er að brengla umræðuna.“Ruglar saman skaða kannabis og umræðu um lögleyfingu En, hvaða umræðu er Björgvin að tala um? Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, hefur barist gegn refsistefnu í fíkniefnamálum og talað fyrir lögleyfingu kannabis. „Þetta er eitt af þeim málum sem fólk hefur sterkar skoðanir á en vill ekki kynna sér. Um leið og maður fer að tala um þetta er maður strax stimplaður. Eins og maður gæti ekki talað um réttindi samkynhneigðra án þess að vera talinn samkynhneigður,“ segir Björgvin. Það sem einkum er alvarlegt að mati Björgvins er að Biggi lögga ruglar miskunnarlaust saman umræðu um skaða kannabis og svo því hvort „lögleyfa“ eigi efnið. Þeir sem tala fyrir því gera svo ekki síst á þeim forsendum að þeir vilja draga úr neyslu þess, ekki auka. „Miklu líklegra er að koma megi böndum á þetta ef þetta yrði lögleyft. Regluvætt. Markaðurinn yrði regluvæddur. Eins og staðan er í dag eiga krakkar mjög auðvelt með að redda sér grasi. Það er í því sem viðhorf hans sem lögregluþjóns koma mest á óvart; það er svo lítill skilningur að manni dettur helst að það búi eitthvað annað að baki.“Mótsagnakenndur málflutningur Bigga Björgvin segir að röksemdafærsla Bigga löggu sé hin undarlegasta: „Honum verður tíðrætt um skaðsemi kannabis, en er ekki að átta sig á að bannið per se er að valda einstaklingum, og þar með samfélaginu öllu, meiri skaða heldur en efnið sjálft sem slíkt. Auk þess sem hann dettur ítrekað í þá rökleysisgryfju að telja þá sem tala fyrir lögleyfingu séu um leið að halda því fram að kannabis sé skaðlaust. Svo er ekki. Kannabis er ekki skaðlaust ef það er brúkað óhóflega. Ekkert er skaðlaust í óhófi.”Kannabis í lækningaskyni En, yrði það ekki hrein og klár viðbót ef ríkið færi að blanda sér í sölu og dreifingu á kannabis? Björgvin segir svo alls ekki þurfa að vera. Til að mynda megi líta til þess hvernig staðið var að málum í Úrúgvæ þar sem yfirvöld selja grammið á einn dollar. „Þá er enginn á svarta markaðnum sem sér sér hag í að selja. Langflestir eru að brugga vegna þess að áfengisverðið er svo hátt.“ Björgvin bendir á að Biggi lögga gefi það út að hann sé aðallega að hugsa um börnin sín. „Þetta er eitt þeirra atriða sem fólk á svo erfitt með að skilja; það eru meiri líkur á því að börnin fari í þetta ef þetta er bannað.“ Annað sem tengist þessari umræðu er sú staðreynd að margir nota kannabis í lækningaskyni. „Maður myndi vilja spyrja Birgi af því, ef hann er með börn sem væru lasin og slík olía myndi nýtast þeim; hvort honum fyndist ekki ómögulegt ef hann gæti ekki reddað sér slíku með löglegum aðferðum?“ Tengdar fréttir „Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Heimsþekktur mannréttindalögmaður á leið til landsins. Pétur Þorsteinsson heldur því fram að stórfellt mannréttindabrot séu framin vegna framgöngu lögreglu í fíkniefnamálum. 26. janúar 2015 14:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Björgvin Mýrdal, ritari Snarrótarinnar og matreiðslumeistari, furðar sig á frásögn og ummælum Birgis Arnar Guðjónssonar, betur þekktur sem Biggi lögga, sem á dögunum ræddi við dreng sem varð á vegi hans. Sá var með stóra krukku „af einhverju sem hann kallaði kannabisolíu,“ segir Biggi. „Ég leit á þetta sem hverja aðra grínfrétt. Þeir sem eitthvað þekkja til þeim hlýtur að finnast það. Þetta eru einhverjar ýkjusögur, hann veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Ef hann er að gefa það í skyn að einhverjir krakkar séu að framleiða svona olíu, sem kostar verulegt fjármagn að framleiða, þú þarft gríðarlegt magn af kannabis til að búa til örlítið magn af svona olíu, þá er það mjög undarlegt. Þá finnst mér ólíklegt að 16 ára krakkar tali á þessum nótum við þekktan lögreglumann.“Biggi gerður út af örkinni til að verja hagsmuni En, þetta er hins vegar ekkert grín í huga Björgvins. Hann segir þessi ummæli Bigga til þess fallin gagngert að brengla umræðuna um fíkniefni. „Þetta er skelfilegt viðhorf frá lögreglumönnum, erfitt að líta á þetta nema sem hreina og klára hagsmunagæslu. Ég neita að trúa því að menn séu svona fáfróðir um þetta. Eins og eitthvað annað búi þar að baki en persónuleg þörf hans að tjá sig um þetta,“ segir Björgin og bendir á að Biggi lögga sé vinsæll á ýmsum bæjum: „Hann er hluti af ímyndarherferð hjá Lögreglunni. Stöðu sinnar vegna, hljóta allir að vita það að honum er flaggað uppá ímyndina og þess vegna finnst manni svo kjánalegt og alvarlegt að hann sé að koma fram með þessum hætti. Hann er að brengla umræðuna.“Ruglar saman skaða kannabis og umræðu um lögleyfingu En, hvaða umræðu er Björgvin að tala um? Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, hefur barist gegn refsistefnu í fíkniefnamálum og talað fyrir lögleyfingu kannabis. „Þetta er eitt af þeim málum sem fólk hefur sterkar skoðanir á en vill ekki kynna sér. Um leið og maður fer að tala um þetta er maður strax stimplaður. Eins og maður gæti ekki talað um réttindi samkynhneigðra án þess að vera talinn samkynhneigður,“ segir Björgvin. Það sem einkum er alvarlegt að mati Björgvins er að Biggi lögga ruglar miskunnarlaust saman umræðu um skaða kannabis og svo því hvort „lögleyfa“ eigi efnið. Þeir sem tala fyrir því gera svo ekki síst á þeim forsendum að þeir vilja draga úr neyslu þess, ekki auka. „Miklu líklegra er að koma megi böndum á þetta ef þetta yrði lögleyft. Regluvætt. Markaðurinn yrði regluvæddur. Eins og staðan er í dag eiga krakkar mjög auðvelt með að redda sér grasi. Það er í því sem viðhorf hans sem lögregluþjóns koma mest á óvart; það er svo lítill skilningur að manni dettur helst að það búi eitthvað annað að baki.“Mótsagnakenndur málflutningur Bigga Björgvin segir að röksemdafærsla Bigga löggu sé hin undarlegasta: „Honum verður tíðrætt um skaðsemi kannabis, en er ekki að átta sig á að bannið per se er að valda einstaklingum, og þar með samfélaginu öllu, meiri skaða heldur en efnið sjálft sem slíkt. Auk þess sem hann dettur ítrekað í þá rökleysisgryfju að telja þá sem tala fyrir lögleyfingu séu um leið að halda því fram að kannabis sé skaðlaust. Svo er ekki. Kannabis er ekki skaðlaust ef það er brúkað óhóflega. Ekkert er skaðlaust í óhófi.”Kannabis í lækningaskyni En, yrði það ekki hrein og klár viðbót ef ríkið færi að blanda sér í sölu og dreifingu á kannabis? Björgvin segir svo alls ekki þurfa að vera. Til að mynda megi líta til þess hvernig staðið var að málum í Úrúgvæ þar sem yfirvöld selja grammið á einn dollar. „Þá er enginn á svarta markaðnum sem sér sér hag í að selja. Langflestir eru að brugga vegna þess að áfengisverðið er svo hátt.“ Björgvin bendir á að Biggi lögga gefi það út að hann sé aðallega að hugsa um börnin sín. „Þetta er eitt þeirra atriða sem fólk á svo erfitt með að skilja; það eru meiri líkur á því að börnin fari í þetta ef þetta er bannað.“ Annað sem tengist þessari umræðu er sú staðreynd að margir nota kannabis í lækningaskyni. „Maður myndi vilja spyrja Birgi af því, ef hann er með börn sem væru lasin og slík olía myndi nýtast þeim; hvort honum fyndist ekki ómögulegt ef hann gæti ekki reddað sér slíku með löglegum aðferðum?“
Tengdar fréttir „Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Heimsþekktur mannréttindalögmaður á leið til landsins. Pétur Þorsteinsson heldur því fram að stórfellt mannréttindabrot séu framin vegna framgöngu lögreglu í fíkniefnamálum. 26. janúar 2015 14:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Heimsþekktur mannréttindalögmaður á leið til landsins. Pétur Þorsteinsson heldur því fram að stórfellt mannréttindabrot séu framin vegna framgöngu lögreglu í fíkniefnamálum. 26. janúar 2015 14:00