Biggi lögga: Ég fæ ekki krónu aukalega fyrir að vera einhver opinber „Biggi lögga“ Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2015 14:48 Biggi lögga brást skjótt við vangaveltum Björgvins um að hann væri að ganga erinda annarlegra hagsmuna; hann vísar því alfarið á bug. „Ég er bara venjuleg lögga sem hef gaman af að segja mína skoðun,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. Biggi brást skjótt við og hefur nú svarað Björgvin Mýrdal, ritara Snarrótarinnar en Vísir ræddi við Björgvin sem furðar sig á frásögn og ummælum Bigga um kannabisolíu. Björgvin veltir því fyrir sér hvort verið geti að Biggi lögga sé að verja hagsmuni með því að blanda saman tali um skaðsemi kannabis og svo umræðunni um afglæpavæðingu og þá lögleiðingu fíkniefna; svo sérkennileg þykir honum frásögn Bigga sem sagði af því að hann hafi hitt unglinga með stóra krukku af kannabisolíu. Björgvin segir þetta ekki standast neina skoðun. Biggi tók málið umsvifalaust upp á sinni Facebooksíðu og birtir þar nokkuð ýtarlega yfirlýsingu. Hann vísar samsæriskenningum Björgvins alfarið á bug. Hann segist ekki nein opinber fígúra, tákn lögreglunnar heldur hafi hann einfaldlega gaman að því tjá sig: „Ehhh....er þetta grín? Mér finnst þetta allavega pínu fyndið, ég skal viðurkenna það haha. Ok, ég setti inn færslu á MÍNA fésnbókarsíðu þar sem ég sagði frá þessu. Þar sagði ég frá þessu kannabisjukki sem ég, ásamt fleiri lögreglumönnum, fann hjá tilteknum strák sem sagðist hafa lært að gera það í íslenskum sjónvarpsþætti. Þetta hefur greinilega farið fyrir brjóstið á ýmsum. Það er bara þannig. Það er samt margt nokkuð spes í þessari „frétt“. [...] Það að segja að svona umræða sé hrein og bein hagsmunagæsla fyrir mig er náttúrulega bara fyndið.“ Biggi segir að fráleitt sé að hann sé að afvegaleiða umræðuna. Afvegaleiðun sé að tala stanslaust um kannabis í lækningaskyni. Hann sé sannfærður um skaðsemi kannabisefna og telur forvarnir gegn efnunum sjálfum nauðsynlegar í þessari umræðu allri. Ef gripið er niður í ræðu Bigga: „Ég er ekki einhver karakter sem er búinn til af lögreglunni í einhverri „ímyndarherferð“. Það sem ég segi kemur allt úr mínum eigin kolli. Ég er í löggunni aðallega út af því að ég vil hjálpa fólki og vegna þess að ég hef hugsjón fyrir bættu samfélagi.“ Hér fyrir neðan má sjá færslu Bigga löggu í heild sinni.Færsla Bigga löggu í heild sinni„Ehhh....er þetta grín? Mér finnst þetta allavega pínu fyndið, ég skal viðurkenna það haha. Ok, ég setti inn færslu á MÍNA fésnbókarsíðu þar sem ég sagði frá þessu. Þar sagði ég frá þessu kannabisjukki sem ég, ásamt fleiri lögreglumönnum, fann hjá tilteknum strák sem sagðist hafa lært að gera það í íslenskum sjónvarpsþætti. Þetta hefur greinilega farið fyrir brjóstið á ýmsum. Það er bara þannig. Það er samt margt nokkuð spes í þessari „frétt“.Í fyrsta lagi sagði ég aldrei hvað þessi drengur hafi verið 16 ára.Það að segja að svona umræða sé hrein og bein hagsmunagæsla fyrir mig er náttúrulega bara fyndið. Sorrý. Það væri sennilega bara mun þægilegra fyrir lögregluna ef þessi mál færu að meira mæli inn í heilbrigðiskerfið. Ef afglæpavæðing kannabisefna er skref í þá átt að bæta samfélagið þá er um að gera að ræða það frá öllum hliðum. Ég hef líka alltaf verið til í það. Bætt og öruggara samfélag er hagsmunamál allra. Líka lögreglumanna. Ég er samt sannfærður um skaðsemi kannabisefna og tel því forvarnir gegn efnunum sjálfum vera nauðsynlegar í þessari umræðu allri! Það er ekki hægt að „rugla saman skaða kannabis og umræðu um lögleiðingu“. Þetta tvennt helst alltaf í hendur.Það er sagt að ég sé að afvegaleiða umræðuna. Persónulega finnst mér að verið sé að snúa hlutunum aðeins á hvolf. Mér finnst einmitt verið að afvegaleiða umræðuna með því að tala stanslaust um kannabis í lækningaskyni eða til þess að búa til efni í föt. Sannleikurinn er því miður sá að lang flestir nota kannabis til þess að ná sér vímuna. Ekkert annað. Gerir það þá sem nota kannabis eitthvað verri en þá sem gera það ekki? Nei. En neyslan getur gert margt slæmt fyrir einstaklinga og þá er um að gera að kerfið sé þannig útbúið að hægt sé að hjálpa þeim.En aðal málið í þessum stutta fésbókarstatus mínum var að ég óttaðist að umræðan upphefði efnið og það sló mig þegar drengurinn sagðist stoltur hafa lært þetta af íslenskum sjónvarpsþætti og bætti því svo við að það væru örugglega allir að gera þetta. Það var allt og sumt.Já og eitt að lokum. Ég er ekki einhver karakter sem er búinn til af lögreglunni í einhverri „ímyndarherferð“. Það sem ég segi kemur allt úr mínum eigin kolli. Ég er í löggunni aðallega út af því að ég vil hjálpa fólki og vegna þess að ég hef hugsjón fyrir bættu samfélagi. Svo er þetta náttúrulega eitt fjölbreyttasta starf í heimi og fullt af frábærum vinnufélögum. Ég fæ heldur ekki krónu aukalega fyrir að vera einhver opinber „Biggi lögga“. Ég er bara venjuleg lögga sem hef gaman af að segja mína skoðun. (Broskall).“ Tengdar fréttir Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Ummæli Bigga löggu um kannabisolíu vekja furðu þeirra sem láta sig umræðu um fíkniefni varða. 3. febrúar 2015 11:21 Biggi Lögga hitti dreng með kannabisolíu „Þetta var einhverskonar þykkni, búið til úr kanabis og minnti mann á grænt illa lyktandi hnetusmjör." 30. janúar 2015 17:40 Biggi Lögga í óvænta heimsókn til 4. bekkinga „Já, það eru líka forréttindi að vera lögga." 2. febrúar 2015 20:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Ég er bara venjuleg lögga sem hef gaman af að segja mína skoðun,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga. Biggi brást skjótt við og hefur nú svarað Björgvin Mýrdal, ritara Snarrótarinnar en Vísir ræddi við Björgvin sem furðar sig á frásögn og ummælum Bigga um kannabisolíu. Björgvin veltir því fyrir sér hvort verið geti að Biggi lögga sé að verja hagsmuni með því að blanda saman tali um skaðsemi kannabis og svo umræðunni um afglæpavæðingu og þá lögleiðingu fíkniefna; svo sérkennileg þykir honum frásögn Bigga sem sagði af því að hann hafi hitt unglinga með stóra krukku af kannabisolíu. Björgvin segir þetta ekki standast neina skoðun. Biggi tók málið umsvifalaust upp á sinni Facebooksíðu og birtir þar nokkuð ýtarlega yfirlýsingu. Hann vísar samsæriskenningum Björgvins alfarið á bug. Hann segist ekki nein opinber fígúra, tákn lögreglunnar heldur hafi hann einfaldlega gaman að því tjá sig: „Ehhh....er þetta grín? Mér finnst þetta allavega pínu fyndið, ég skal viðurkenna það haha. Ok, ég setti inn færslu á MÍNA fésnbókarsíðu þar sem ég sagði frá þessu. Þar sagði ég frá þessu kannabisjukki sem ég, ásamt fleiri lögreglumönnum, fann hjá tilteknum strák sem sagðist hafa lært að gera það í íslenskum sjónvarpsþætti. Þetta hefur greinilega farið fyrir brjóstið á ýmsum. Það er bara þannig. Það er samt margt nokkuð spes í þessari „frétt“. [...] Það að segja að svona umræða sé hrein og bein hagsmunagæsla fyrir mig er náttúrulega bara fyndið.“ Biggi segir að fráleitt sé að hann sé að afvegaleiða umræðuna. Afvegaleiðun sé að tala stanslaust um kannabis í lækningaskyni. Hann sé sannfærður um skaðsemi kannabisefna og telur forvarnir gegn efnunum sjálfum nauðsynlegar í þessari umræðu allri. Ef gripið er niður í ræðu Bigga: „Ég er ekki einhver karakter sem er búinn til af lögreglunni í einhverri „ímyndarherferð“. Það sem ég segi kemur allt úr mínum eigin kolli. Ég er í löggunni aðallega út af því að ég vil hjálpa fólki og vegna þess að ég hef hugsjón fyrir bættu samfélagi.“ Hér fyrir neðan má sjá færslu Bigga löggu í heild sinni.Færsla Bigga löggu í heild sinni„Ehhh....er þetta grín? Mér finnst þetta allavega pínu fyndið, ég skal viðurkenna það haha. Ok, ég setti inn færslu á MÍNA fésnbókarsíðu þar sem ég sagði frá þessu. Þar sagði ég frá þessu kannabisjukki sem ég, ásamt fleiri lögreglumönnum, fann hjá tilteknum strák sem sagðist hafa lært að gera það í íslenskum sjónvarpsþætti. Þetta hefur greinilega farið fyrir brjóstið á ýmsum. Það er bara þannig. Það er samt margt nokkuð spes í þessari „frétt“.Í fyrsta lagi sagði ég aldrei hvað þessi drengur hafi verið 16 ára.Það að segja að svona umræða sé hrein og bein hagsmunagæsla fyrir mig er náttúrulega bara fyndið. Sorrý. Það væri sennilega bara mun þægilegra fyrir lögregluna ef þessi mál færu að meira mæli inn í heilbrigðiskerfið. Ef afglæpavæðing kannabisefna er skref í þá átt að bæta samfélagið þá er um að gera að ræða það frá öllum hliðum. Ég hef líka alltaf verið til í það. Bætt og öruggara samfélag er hagsmunamál allra. Líka lögreglumanna. Ég er samt sannfærður um skaðsemi kannabisefna og tel því forvarnir gegn efnunum sjálfum vera nauðsynlegar í þessari umræðu allri! Það er ekki hægt að „rugla saman skaða kannabis og umræðu um lögleiðingu“. Þetta tvennt helst alltaf í hendur.Það er sagt að ég sé að afvegaleiða umræðuna. Persónulega finnst mér að verið sé að snúa hlutunum aðeins á hvolf. Mér finnst einmitt verið að afvegaleiða umræðuna með því að tala stanslaust um kannabis í lækningaskyni eða til þess að búa til efni í föt. Sannleikurinn er því miður sá að lang flestir nota kannabis til þess að ná sér vímuna. Ekkert annað. Gerir það þá sem nota kannabis eitthvað verri en þá sem gera það ekki? Nei. En neyslan getur gert margt slæmt fyrir einstaklinga og þá er um að gera að kerfið sé þannig útbúið að hægt sé að hjálpa þeim.En aðal málið í þessum stutta fésbókarstatus mínum var að ég óttaðist að umræðan upphefði efnið og það sló mig þegar drengurinn sagðist stoltur hafa lært þetta af íslenskum sjónvarpsþætti og bætti því svo við að það væru örugglega allir að gera þetta. Það var allt og sumt.Já og eitt að lokum. Ég er ekki einhver karakter sem er búinn til af lögreglunni í einhverri „ímyndarherferð“. Það sem ég segi kemur allt úr mínum eigin kolli. Ég er í löggunni aðallega út af því að ég vil hjálpa fólki og vegna þess að ég hef hugsjón fyrir bættu samfélagi. Svo er þetta náttúrulega eitt fjölbreyttasta starf í heimi og fullt af frábærum vinnufélögum. Ég fæ heldur ekki krónu aukalega fyrir að vera einhver opinber „Biggi lögga“. Ég er bara venjuleg lögga sem hef gaman af að segja mína skoðun. (Broskall).“
Tengdar fréttir Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Ummæli Bigga löggu um kannabisolíu vekja furðu þeirra sem láta sig umræðu um fíkniefni varða. 3. febrúar 2015 11:21 Biggi Lögga hitti dreng með kannabisolíu „Þetta var einhverskonar þykkni, búið til úr kanabis og minnti mann á grænt illa lyktandi hnetusmjör." 30. janúar 2015 17:40 Biggi Lögga í óvænta heimsókn til 4. bekkinga „Já, það eru líka forréttindi að vera lögga." 2. febrúar 2015 20:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Biggi lögga sagður brengla umræðuna vísvitandi Ummæli Bigga löggu um kannabisolíu vekja furðu þeirra sem láta sig umræðu um fíkniefni varða. 3. febrúar 2015 11:21
Biggi Lögga hitti dreng með kannabisolíu „Þetta var einhverskonar þykkni, búið til úr kanabis og minnti mann á grænt illa lyktandi hnetusmjör." 30. janúar 2015 17:40
Biggi Lögga í óvænta heimsókn til 4. bekkinga „Já, það eru líka forréttindi að vera lögga." 2. febrúar 2015 20:21