Innlent

Börn gætu átt þrjá líffræðilega foreldra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Með tækninni má koma í veg fyrir að barn erfi sjúkdóma sem erfast beint frá móður.
Með tækninni má koma í veg fyrir að barn erfi sjúkdóma sem erfast beint frá móður. Vísir/Getty
Bretland varð í dag fyrsta landið í heiminum til að heimila að búa til börn með erfðaefni úr þremur manneskjum; tveimur konum og einum karlmanni.

382 þingmenn greiddu atkvæði með þessari nýju tækni en 128 greiddu atkvæði gegn henni. Málið fer nú til lávarðadeildarinnar og ef það hlýtur brautargengi þar gæti fyrsta barnið sem á þrjá líffræðilega foreldra fæðst á næsta ári.

Með þessari nýju tækni má koma í veg fyrir að barn erfi sjúkdóma sem erfast beint frá móður.

Tæknin hefði til að mynda getað hjálpað Sharon Bernardi sem hefur misst öll börnin sín sjö úr sjúdkómi sem veldur því að hvatberar í frumum líkamans eru gallaðir. Sjúkdómurinn erfist beint frá móður til barns og veldur meðal annars heilaskaða og blindu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×