Nokkuð er um að fólk fari ógætilega með flugelda sé að kveikja í þeim innandyra, til að mynda í bílakjöllurum. Þá er flugeldum einnig beint að mannvirkjum, ökutækjum eða kveikt í þeim of nálægt vegfarendum.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að brýna nægilega mikið fyrir fólki að fara varlega með flugelda. Þó að þeir séu óneitanlega skemmtilegir þá megi ekki gleymast að um sprengiefni er að ræða og biður lögreglan forráðamenn um að hafa það í huga þegar að börnum er leyft að kveikja í flugeldum.

