Segir hugrekkið í víkingablóðinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. janúar 2015 19:00 Vestur- íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka. Dean Gunnarsson, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi ásamt tíu manna tökuliði sjónvarpsþáttarins Escape or die!, en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum. Til stóð að gjörningurinn færi fram við Sólfarið í kvöld, en tökuliðið neyddist til að hætta við vegna veðurs. Dean segist vona að móðir náttúra geri þeim kleift að láta til skarar skríða á næstu dögum. „Það eru allir að segja við mig að maður þurfi oftast bara að bíða í fimm mínútur eftir að veðrið á Íslandi breytist, svo vonandi breytist það okkur í hag.“ Dean er öllu vanur og hefur unnið við að framkvæma áhættugjörninga víðsvegar um heiminn síðustu ár. Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Hann segist hafa verið staðráðin í að fara til Íslands til að gera þættina, enda á hann ættir að rekja hingað til lands. „Það rennur víkingablóð í mínum æðum og það gerir mig sterkari til að takast á við þessa áskorun. Vonandi hjálpar það mér að komast lifandi af víkingaskipinu, ég vil síður að það breytist í Valhöll,“ segir hann. Fréttir af flugi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Vestur- íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka. Dean Gunnarsson, sem er frá Winnipeg í Kanada, er staddur hér á landi ásamt tíu manna tökuliði sjónvarpsþáttarins Escape or die!, en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum. Til stóð að gjörningurinn færi fram við Sólfarið í kvöld, en tökuliðið neyddist til að hætta við vegna veðurs. Dean segist vona að móðir náttúra geri þeim kleift að láta til skarar skríða á næstu dögum. „Það eru allir að segja við mig að maður þurfi oftast bara að bíða í fimm mínútur eftir að veðrið á Íslandi breytist, svo vonandi breytist það okkur í hag.“ Dean er öllu vanur og hefur unnið við að framkvæma áhættugjörninga víðsvegar um heiminn síðustu ár. Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Hann segist hafa verið staðráðin í að fara til Íslands til að gera þættina, enda á hann ættir að rekja hingað til lands. „Það rennur víkingablóð í mínum æðum og það gerir mig sterkari til að takast á við þessa áskorun. Vonandi hjálpar það mér að komast lifandi af víkingaskipinu, ég vil síður að það breytist í Valhöll,“ segir hann.
Fréttir af flugi Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira