Vill hækka skatta á auðugasta fólkið Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. janúar 2015 06:00 Barack Obama hyggst nota stefnuræðu sína á morgun til að skora á þingið að hækka skatta á hátekju- og stóreignafólk. Vísir /AP Með því að setja fram áskorun um skattahækkanir á hátekjufólk og auðkýfinga setur Obama repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum þingdeildum, í þá stöðu að þurfa að verja hagsmuni hinna ríku gegn hagsmunum annarra. Fram hefur komið að hann vilji hækka fjármagnstekjuskatt á þá sem hæstu tekjurnar hafa. Enn fremur vill hann afnema undanþágur á erfðaskatti og leggja ný gjöld á stærstu fjármálafyrirtækin. Með þessu fái ríkissjóður tekjur, sem nota megi til að fjármagna skattaafslátt og fleira sem gagnast myndi miðtekjufólki. Embættismenn segja tekjurnar fyrir ríkissjóð geta numið 320 milljörðum dala næsta áratuginn, en það samsvarar rúmlega 42.000 milljörðum króna. Reikna má með því að þessar hugmyndir verði þær sem einna harðast verður deilt um í bandarískum stjórnmálum á þeim tveimur árum sem eftir eru af seinna kjörtímabili Obama. Um leið setur Obama tóninn fyrir forsetakosningarnar árið 2015, þar sem arftaki hans á forsetastól verður valinn. Repúblikanar eru þegar farnir að andmæla harðlega þessum hugmyndum, þótt ræðan sé enn óflutt: „Að slengja meiri skattahækkunum framan í bandarísk smáfyrirtæki, sparifjáreigendur og fjárfesta gerir ekkert annað en að ónýta ávinning þeirrar skattastefnu sem hefur hjálpað til við að styrkja efnahaginn, hvetja til sparnaðar og skapa ný störf,“ hafa fjölmiðlar eftir Orrin G. Hatch, formanni fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Ekki er búist við að Obama tilkynni neina meiriháttar stefnubreytingu í utanríkismálum, þótt almennt sé reiknað með að hann noti tækifærið til þess að fá þingið ofan af því að leggja nýjar refsiaðgerðir á Íran, nú þegar samningaviðræður við írönsk stjórnvöld um kjarnorkumál standa sem hæst. Þá er reiknað með að hann muni verja ákvörðun sína um að taka upp stjórnmálasamband við Kúbu. Stefnuræða forseta Bandaríkjanna er jafnan flutt í janúar og hefur verið einn helsti vettvangur forsetans til að kynna áform sín þjóðinni. Undanfarin ár hefur áhorf á ræðuna þó minnkað jafnt og þétt. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Með því að setja fram áskorun um skattahækkanir á hátekjufólk og auðkýfinga setur Obama repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum þingdeildum, í þá stöðu að þurfa að verja hagsmuni hinna ríku gegn hagsmunum annarra. Fram hefur komið að hann vilji hækka fjármagnstekjuskatt á þá sem hæstu tekjurnar hafa. Enn fremur vill hann afnema undanþágur á erfðaskatti og leggja ný gjöld á stærstu fjármálafyrirtækin. Með þessu fái ríkissjóður tekjur, sem nota megi til að fjármagna skattaafslátt og fleira sem gagnast myndi miðtekjufólki. Embættismenn segja tekjurnar fyrir ríkissjóð geta numið 320 milljörðum dala næsta áratuginn, en það samsvarar rúmlega 42.000 milljörðum króna. Reikna má með því að þessar hugmyndir verði þær sem einna harðast verður deilt um í bandarískum stjórnmálum á þeim tveimur árum sem eftir eru af seinna kjörtímabili Obama. Um leið setur Obama tóninn fyrir forsetakosningarnar árið 2015, þar sem arftaki hans á forsetastól verður valinn. Repúblikanar eru þegar farnir að andmæla harðlega þessum hugmyndum, þótt ræðan sé enn óflutt: „Að slengja meiri skattahækkunum framan í bandarísk smáfyrirtæki, sparifjáreigendur og fjárfesta gerir ekkert annað en að ónýta ávinning þeirrar skattastefnu sem hefur hjálpað til við að styrkja efnahaginn, hvetja til sparnaðar og skapa ný störf,“ hafa fjölmiðlar eftir Orrin G. Hatch, formanni fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Ekki er búist við að Obama tilkynni neina meiriháttar stefnubreytingu í utanríkismálum, þótt almennt sé reiknað með að hann noti tækifærið til þess að fá þingið ofan af því að leggja nýjar refsiaðgerðir á Íran, nú þegar samningaviðræður við írönsk stjórnvöld um kjarnorkumál standa sem hæst. Þá er reiknað með að hann muni verja ákvörðun sína um að taka upp stjórnmálasamband við Kúbu. Stefnuræða forseta Bandaríkjanna er jafnan flutt í janúar og hefur verið einn helsti vettvangur forsetans til að kynna áform sín þjóðinni. Undanfarin ár hefur áhorf á ræðuna þó minnkað jafnt og þétt.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira