VR og Flói undirbúa aðgerðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Frá fundum BHM og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í Höfðaborg í Reykjavík á föstudag. Fréttablaðið/Valli Slitnað hefur upp úr viðræðum bæði VR og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins (SA) og verkfallsaðgerðir standa fyrir dyrum. Bæði VR og aðildarfélög Flóabandalagsins, Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, undirbúa nú kosningu meðal félagsmanna um heimild til verkfallsboðunar. Þá gengur hvorki né rekur í viðræðum sem þegar eru komnar í hart og verkfallsaðgerðir hafnar eða boðaðar, svo sem í viðræðum Starfsgreinasambandsins (SGS) við SA og viðræðum Bandalags háskólamanna (BHM) við ríkið.Sigurður Bessason„Við lýstum fundinum sem árangurslausum, eins og það heitir formlega,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags og talsmaður Flóabandalagsins, um fundinn með SA hjá ríkissáttasemjara fyrir hádegi í gær. „En þetta verkefni fer ekkert frá okkur að finna leiðir til kjarasamninga. Núna er hins vegar ljóst að staðan er orðin miklu þrengri og við förum í að skoða okkar bakland varðandi boðun verkfalla.“ Sigurður segir ekki ljóst hversu langan tíma þessi vinna taki. Félagar hjá Flóabandalaginu eru um 21 þúsund talsins. „En staðan er þannig núna að fullreynt er með viðræður í augnablikinu.“ Sigurður segir búið að fara yfir sérkröfur, en allt standi fast þegar komi að viðræðum um launalið krafnanna. Heimildir blaðsins herma jafnframt að hjá VR sé búið að draga upp einhverjar hugmyndir kæmi til þess að viðræður rynnu út í sandinn. Þannig gætu mögulegar aðgerðir hafist um eða upp úr 20. næsta mánaðar. Þungi er í undirbúningnum en stjórn VR samþykkti í gærkvöldi að færa tvo milljarða króna úr félagssjóði í Vinnudeilusjóð VR, sem nú stendur í þremur milljörðum.Ólafía B. Rafnsdóttir„Við sjáum því miður fátt annað í stöðunni en að hefja atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að loknum fundi trúnaðarráðs VR í gærkvöldi. Þá stóð yfir fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins síðdegis í gær, en ekki var búist við stórtíðindum fyrir hann. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagðist fyrir fundinn geta fullyrt að á honum yrði ekki skrifað undir nýjan samning. „En hvort við verðum eitthvað nær því eftir fundinn veit ég ekki.“ Páll sagðist þó telja að það hlyti að fara að renna upp fyrir mönnum að eitthvað þyrfti að gera til þess að leysa deiluna. Þannig væri alveg ljóst að hugmyndin um 3,5 prósenta launahækkanir, hvort heldur sem er hjá ríki eða á almennum vinnumarkaði, væri út af borðinu. Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„Og ég held menn þurfi að fara að gera sér grein fyrir því. Þá getur þetta þokast áfram og mér heyrist fjármálaráðherra hafa góðan skilning á því að meta þurfi menntun til launa,“ segir Páll og vísar þar til orða ráðherra á Sprengisandi Bylgjunnar á sunnudag. „Það skilar sér vonandi til hans samningamanna.“ Verkfallsaðgerðir í gangi og í pípunumFyrsta verkfall í aðgerðum SGS verður núna á fimmtudag, en þá hefur verið boðuð allsherjarvinnustöðvun frá tólf á hádegi til miðnættis. Þá hefur verið boðuð allsherjarvinnustöðvun 6. og 7. maí, 19. og 20. maí og svo ótímabundið verkfall frá og með 26. maí.Fjögur aðildarfélög BHM hafa verið í ótímabundnu verkfalli í þrjár vikur, eða frá 7. þessa mánaðar; geislafræðingar, lífeindafræðingar, lögfræðingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík og náttúrufræðingar á Landspítalanum. Þá hafa ljósmæður verið í verkfalli þrjá daga í viku. Þá hófust fyrir viku ótímabundin verkföll hjá náttúrufræðingum og háskólafólki á matvæla- og næringarsviði hjá Matvælastofnun auk dýralækna. Háskólamenntað starfsfólk Stjórnarráðsins er svo í verkfalli milli 20. apríl og 8. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Slitnað hefur upp úr viðræðum bæði VR og Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins (SA) og verkfallsaðgerðir standa fyrir dyrum. Bæði VR og aðildarfélög Flóabandalagsins, Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, undirbúa nú kosningu meðal félagsmanna um heimild til verkfallsboðunar. Þá gengur hvorki né rekur í viðræðum sem þegar eru komnar í hart og verkfallsaðgerðir hafnar eða boðaðar, svo sem í viðræðum Starfsgreinasambandsins (SGS) við SA og viðræðum Bandalags háskólamanna (BHM) við ríkið.Sigurður Bessason„Við lýstum fundinum sem árangurslausum, eins og það heitir formlega,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags og talsmaður Flóabandalagsins, um fundinn með SA hjá ríkissáttasemjara fyrir hádegi í gær. „En þetta verkefni fer ekkert frá okkur að finna leiðir til kjarasamninga. Núna er hins vegar ljóst að staðan er orðin miklu þrengri og við förum í að skoða okkar bakland varðandi boðun verkfalla.“ Sigurður segir ekki ljóst hversu langan tíma þessi vinna taki. Félagar hjá Flóabandalaginu eru um 21 þúsund talsins. „En staðan er þannig núna að fullreynt er með viðræður í augnablikinu.“ Sigurður segir búið að fara yfir sérkröfur, en allt standi fast þegar komi að viðræðum um launalið krafnanna. Heimildir blaðsins herma jafnframt að hjá VR sé búið að draga upp einhverjar hugmyndir kæmi til þess að viðræður rynnu út í sandinn. Þannig gætu mögulegar aðgerðir hafist um eða upp úr 20. næsta mánaðar. Þungi er í undirbúningnum en stjórn VR samþykkti í gærkvöldi að færa tvo milljarða króna úr félagssjóði í Vinnudeilusjóð VR, sem nú stendur í þremur milljörðum.Ólafía B. Rafnsdóttir„Við sjáum því miður fátt annað í stöðunni en að hefja atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að loknum fundi trúnaðarráðs VR í gærkvöldi. Þá stóð yfir fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins síðdegis í gær, en ekki var búist við stórtíðindum fyrir hann. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagðist fyrir fundinn geta fullyrt að á honum yrði ekki skrifað undir nýjan samning. „En hvort við verðum eitthvað nær því eftir fundinn veit ég ekki.“ Páll sagðist þó telja að það hlyti að fara að renna upp fyrir mönnum að eitthvað þyrfti að gera til þess að leysa deiluna. Þannig væri alveg ljóst að hugmyndin um 3,5 prósenta launahækkanir, hvort heldur sem er hjá ríki eða á almennum vinnumarkaði, væri út af borðinu. Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„Og ég held menn þurfi að fara að gera sér grein fyrir því. Þá getur þetta þokast áfram og mér heyrist fjármálaráðherra hafa góðan skilning á því að meta þurfi menntun til launa,“ segir Páll og vísar þar til orða ráðherra á Sprengisandi Bylgjunnar á sunnudag. „Það skilar sér vonandi til hans samningamanna.“ Verkfallsaðgerðir í gangi og í pípunumFyrsta verkfall í aðgerðum SGS verður núna á fimmtudag, en þá hefur verið boðuð allsherjarvinnustöðvun frá tólf á hádegi til miðnættis. Þá hefur verið boðuð allsherjarvinnustöðvun 6. og 7. maí, 19. og 20. maí og svo ótímabundið verkfall frá og með 26. maí.Fjögur aðildarfélög BHM hafa verið í ótímabundnu verkfalli í þrjár vikur, eða frá 7. þessa mánaðar; geislafræðingar, lífeindafræðingar, lögfræðingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík og náttúrufræðingar á Landspítalanum. Þá hafa ljósmæður verið í verkfalli þrjá daga í viku. Þá hófust fyrir viku ótímabundin verkföll hjá náttúrufræðingum og háskólafólki á matvæla- og næringarsviði hjá Matvælastofnun auk dýralækna. Háskólamenntað starfsfólk Stjórnarráðsins er svo í verkfalli milli 20. apríl og 8. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira