Albert Brynjar: Lærum af klúðrinu í lokaumferðinni í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 09:30 Albert Brynjar Ingason. mynd/skjáskot „Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
„Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn