Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. október 2015 07:00 Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. vísir/gva Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira