Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2015 08:00 Þrátt fyrir aldurinn heldur Tom Jones áfram að koma fram. vísir/getty Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi. Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi.
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira