Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2015 08:00 Þrátt fyrir aldurinn heldur Tom Jones áfram að koma fram. vísir/getty Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Einn allra vinsælasti söngvari sögunnar, velska goðsögnin Sir Tom Jones, er á leið til landsins til að halda tónleika. Jones mun leika í Laugardalshöllinni þann 8. júní næstkomandi. Þetta er í annað skiptið sem söngvarinn kemur til landsins en árið 1990 lék hann í nokkur kvöld á Hótel Íslandi. „Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og sent fyrirspurnir af og til,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. „Hann er á leið í Evróputúr í sumar og þessi dagsetning smellpassaði.“ Söngvarinn er ekkert unglamb lengur en hann verður 75 ára þann 7. júní eða degi áður en tónleikarnir fara fram. „Hann kemur ábyggilega degi áður en tónleikarnir fara fram svo mér finnst líklegt að það verði einhver veisla. Svo geta tónleikagestir sungið fyrir hann afmælissönginn.“ Aldurinn hefur lítil áhrif á Jones en undanfarin ár hefur hann bæði komið fram á tónleikum auk þess að hafa gefið út nýjar plötur. Hann lék meðal annars á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fyrir utan Buckinham-höll við mikinn fögnuð viðstaddra. „Hann gefur ekkert eftir þrátt fyrir aldurinn, því get ég lofað,“ segir Guðbjartur. „Ég hef horft á nýlegar tónleikaupptökur og hann eldist í raun eins og gott rauðvín, verður bara betri með aldrinum. Það vantar ekkert upp á röddina og hann mun taka fáein dansspor þó þau verði ekki jafn tryllingsleg og í gamla daga.“ 25 manna hópur fylgir honum til landsins og tíu manna hljómsveit verður með honum á sviðinu. Það er næsta víst að Jones mun leika flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að allir smellirnir verði þarna en flestir munu verða þarna. Nýjustu plöturnar hans hafa einnig verið að fá feykilega góða dóma og stöku lag af þeim gætu heyrst í höllinni.“ Guðbjartur bætir við að undanfarið hafi hann laumað einu og einu tökulagi að á tónleikum hjá sér. „Ég lofa stórkostlegri skemmtun. Sir Tom Jones er skemmtikraftur með risastóru s-i og það breytist ekki,“ segir Guðbjartur. Tónleikarnir verða sitjandi og mun miðasala hefst þann 7. apríl næstomandi.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira