Öllu gamni fylgir nokkur alvara Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2015 09:30 Futuregrapher og Jón Ólafsson eru ánægðir með plötuna Eitt. Vísir/Stefán „Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira