Öllu gamni fylgir nokkur alvara Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2015 09:30 Futuregrapher og Jón Ólafsson eru ánægðir með plötuna Eitt. Vísir/Stefán „Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónlist Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum báðir meðlimir í Facebook-grúppunni Íslensk raftónlist og fyrir þremur árum voru einhverjar grínsamræður í gangi um mögulegt samstarf fólks innan grúppunnar,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, sem betur er þekktur sem Futuregrapher en hann, í kjölfar samræðnanna, hóf samstarf með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. „Jón taggaði mig og sagðist vera að vinna að plötu með mér. Svo sendir hann mér skilaboð og spyr hvort við eigum ekki bara að skella í eina plötu.“ Af samstarfinu varð og er platan Eitt nú tilbúin. „Við prófuðum að einbeita okkur að því að gera „ambient“ plötu, algjörlega taktlausa og enginn bassi.“ Futuregrapher leikur á hljóðgervil með áhrifshljóðum og upptökugræju sem tekur upp ýmis náttúruhljóð. Undir það spinnur Jón píanómelódíur. „Við erum báðir að búa til eitthvað annað en flestir myndu halda að við værum að gera,“ segir Futuregrapher sem er þekktur fyrir taktfasta og hraða raftónlist. „Á næsta ári ætlum við að gefa út Tvö og svo Þrjú og hvort það kemur svo Fjögur verður bara að koma í ljós,“ segir hann dularfullur. Futuregrapher og Jón þekktust ekki áður en samstarfið hófst enda var samtalið sem rekja má samstarf þeirra til að mestu sett upp í gríni, en Futuregrapher bendir þó á að öllu gamni fylgi nokkur alvara. Hann segir þá hafa náð vel saman í gegnum tónlistina og þeir séu ánægðir með útkomuna. Platan er tilbúin og bjóða þeir fólki forkaup í gegnum vefsíðuna Karolinafund.com og er þegar búið að skipuleggja útgáfutónleika sem fara fram þann 23. október í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Tónlist Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira