Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2015 13:12 Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Staða á leigumarkaði hér á landi hefur ekki verið eins slæm í áratugi, eða frá því á stríðsárunum, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. Hann segir ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, því oftar en ekki kjósi leigusalar ferðamenn fram yfir langtímaleigjendur. „Ástandið var síðast svipað þessu í kringum árið 1940, eða á stríðsárunum og eftir þau þá flutti fólk af landsbyggðinni til Reykjavíkur í stórum hópum. Það er svona næst því að vera eitthvað svipað,” segir Hólmsteinn. Leigumarkaður á Íslandi er afar erfiður, lítið er um húsnæði og það er dýrt. Hólmsteinn segir dæmi um að hátt í hundrað manns sláist um hverja leiguíbúð og eftirspurn langtum meiri en framboðið.Slegist um íbúðirnar „Það er slegist um þær fáu íbúðir sem hérna eru og leiguverð hefur hækkað gríðarlega mikið. Það eru skýr dæmi um 20,30 og jafnvel 40 prósenta hækkun, en það stöðvar ekki eftirspurnina því einhvers staðar verður fólk að búa. Fólk vill húsnæðisöryggi og er tilbúið til að ganga ansi langt, jafnvel þó það hafi ekki burði til þess,” segir hann. „Við höfum heyrt frá fólki sem hefur verið að leigja út að það eru upp undir hundrað manns sem er að sækjast eftir hverri íbúð.” Hólmsteinn segir vel þekkt að leigusalar kjósi frekar að leigja ferðamönnum íbúðir sínar á uppsprengdu verði en að setja þær í langtímaleigu. Dæmi séu jafnvel um að langtímaleigjendum sé sagt upp fyrir ferðamennina.Frekari aðgerðir nauðsynlegar „Það er auðvitað ekki hægt að kenna ferðamönnunum um, en aftur á móti verður að horfa til þess að framboð á íbúðum í ferðamannaleigu hefur aukist gríðarlega og það virðist ekki vera neitt lát á því. Þannig að ætlast til þess eða reikna með því að ferðamannaíbúðir fari á almennan markað er ekki raunhæft. Það hjálpar voða lítið að þessir aðilar sem eru í ferðamannaleigu leigi út íbúðirnar í þrjá til fimm mánuði, þá er ekkert húsnæðisöryggi. Þannig að sterkari aðgerðir til uppbyggingar á varanlegum heilbrigðum leigumarkaði eru nauðsynlegar,” segir hann.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira