Skrifar leikverk um fyrsta fólkið á Mars Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:00 "Verkið er stúdía um hvernig við sviðsetjum raunveruleikann og tækin sem við notum til þess. Hvert getur flóttinn undan manni sjálfum rekið mann?“ segir Jónas Reynir. Vísir/Andri Marinó Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni. Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni.
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög