Innlent

Íslendingsins enn leitað á Ítalíu

Gissur Sigurðsson skrifar
Benjamín er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu Siem Pilot.
Benjamín er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu Siem Pilot. VÍSIR/EPA
Fjölskylda íslenska skipverjans sem týndur er á Ítalíu er komin til Sikileyjar. Ítalska lögreglan og norskir rannsóknarlögreglumenn leita nú að manninum, hinum 23 ára Benjamín Ólafssyni.

Hann er búsettur í Noregi og er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu 
Siem Pilot, sem er í höfn í Catania á Sikiley. Skipið er á vegum Frontex, landamæravörslu Evrópusambandsins.

Benjamín 
fór frá borði klukkan hálf fjögur aðfararnótt mánudags og hefur ekkert til hans spurst síðan.

Ekki er vitað hvert maðurinn ætlaði, þegar hann yfirgaf skipið og útilokar ítalska lögreglan ekki að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Áhöfn skipsins hefur bjargað fjölda flóttamanna úr lífsháska á Miðjarðarhafinu það sem af er árinu. Nú tekur áhöfnin hins vegar þátt í leitinni að Benjamín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×