Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2015 13:10 Verkin eru sýnd á nokkrum skjám í mötuneyti ráðhússins. mynd/facebook Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira