Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2015 13:10 Verkin eru sýnd á nokkrum skjám í mötuneyti ráðhússins. mynd/facebook Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira