Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2015 13:10 Verkin eru sýnd á nokkrum skjám í mötuneyti ráðhússins. mynd/facebook Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira