Tónlistin talar við náttúrufegurðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 09:30 Tónlistarhátíðin fer fram í sjöunda sinn um helgina. „Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við vorum í Berlín í fyrra þannig að það er mikil spenna í gangi eftir þessa pásu frá Íslandi,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi íslensku tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir jökli. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls og hefst í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir. Pan segir samspil náttúrufegurðar og tónlistar vera einstakt á hátíðinni. „Umhverfið skiptir miklu máli og tónlistin talar mikið við náttúruna á þessu fallega svæði. Það er eitthvað öðruvísi við að hlusta á tónlist í þessu umhverfi,“ bætir Pan við. Tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Röst á Hellissandi en einnig verður Frystiklefinn á Rifi nýttur í fyrsta skipti undir tónleika á laugardeginum. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj flugvél og geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Aðeins 400 miðar eru í boði á hátíðina.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira