Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Sveinn Arnarsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna innanhúsrannsóknar á símanotkun þeirra. Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira