Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Sveinn Arnarsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna innanhúsrannsóknar á símanotkun þeirra. Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og fengið lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.Guðrún Ágústa GuðmundsdóttirEkki fengið svör frá bæjaryfirvöldum „Við heyrðum af því á bæjarráðsfundi að símar okkar hefðu verið skannaðir. Þrátt fyrir beiðni um svör höfum við ekki fengið upplýsingar frá bænum hvernig eða hver stóð að þessari rannsókn,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti Vinstri grænna. Guðrún Ágústa auk Gunnars Axels Axelssonar og Öddu Maríu Jóhannsdóttur sendu Persónuvernd kvörtun í gær. Fréttablaðið hefur kvörtunina undir höndum. Í kvörtuninni er upplýst að bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, hafi í tengslum við starfsmannamál eins starfsmanns greint frá því á bæjarráðsfundi að farið hafi fram könnun á hvort símtöl hafi átt sér stað úr símum bæjarins til starfsmannsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Vodafone bæjaryfirvöldum upplýsingar um í hverja kjörnir fulltrúar hringdu yfir ákveðið tímabil. Ekki er vitað hver kannaði gögnin in eða hver heimild bæjaryfirvalda var til að kanna umrædd gögn.Gunnar Axel AxelssonÓska þess að málið verði rannsakað Gunnar Axel, oddviti Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að rannsaka málið nánar. „Ég get staðfest það að það virðist sem farsímanotkun kjörinna fulltrúa hafi verið rannsökuð án okkar vitundar og að sjálfsögðu án okkar samþykkis. Þetta staðfesti bæjarstjóri við bæjarráð. Við erum að láta skoða stöðu okkar og kalla eftir upplýsingum um málið, meðal annars um hver hafi framkvæmt rannsóknina og að hvers beiðni það var gert. Í kvörtun okkar til Persónuverndar óskum við þess að málið verði rannsakað.“ Fréttablaðið náði tali af bæjarstjóra vegna málsins. Hann vildi hinsvegar ekkert tjá sig um málið.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira