Bestu innlendur plötur 2015: Ár rappsins 19. desember 2015 08:00 Gísli Pálmi trónir á toppi lista Fréttablaðsins yfir plötur ársins. Rapparinn Gísli Pálmi á bestu plötu ársins, að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Platan, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi, kemst á listann hjá ellefu af fimmtán álitsgjöfum og sex þeirra setja hann í efsta sætið. Í öðru sæti kemur rappsveitin Úlfur Úlfur, sem gaf út plötuna Tvær plánetur. Hún kemst á lista tíu álitsgjafa og er í efsta sæti hjá tveimur þeirra. Í þriðja sæti er Agent Fresco, en platan Destrier kemst á lista átta álitsgjafa, þar af í efsta sæti hjá einum þeirra. Fjórða sætið vermir svo Björk, sem kemst á lista fimm álitsgjafa og er í toppsætinu hjá tveimur þeirra. Í fimmta sætinu er dj. flugvél og geimskip, með plötuna Nótt á hafsbotni.Gísli Pálmi á plötu ársins, að mati álitsgjafa Fréttablaðsins.Kom eins og sprengja Platan Gísli Pálmi kom eins og sprengja inn í íslenskt tónlistarlíf, þegar hún kom út í apríl. Gísli Pálmi sagði frá plötunni í viðtali viðtali við Fréttablaðið í mars og vakti málið strax athygli. Þegar platan kom svo út rokseldist hún og komst á stall með plötunni Kveikur með Sigur Rós, þegar sölutölur á fyrsta degi voru skoðaðar. Það staðfesti Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, sem gaf plötu Gísla Pálma út. Platan fékk góða dóma hjá gagnrýnendum, meðal annars fjórar stjörnur frá Fréttablaðinu. Textarnir á plötunni vöktu sérstaka athygli, en í þeim lýsir Gísli Pálmi hliðum Reykjavíkurborgar sem fáir hafa innsýn í. Rithöfundurinn Mikael Torfason lýsti plötunni sem „Ísbjarnarblús sinnar kynslóðar“.Úlfur Úlfur er í 2. sæti á listanum.Ótrúlegar vinsældir Rappsveitin Úlfur Úlfur vakti mjög mikla athygli þegar hún gaf út plötuna Tvær plánetur. Platan kom út í júní og fangaði strax hjörtu landsmanna. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni,“ sagði Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar liðsmanna sveitarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Mörg lög á plötunni urðu vinsæl, þá kannski sérstaklega lagið Brennum allt og vakti myndbandið við það sérstaka athygli. Óhætt er að segja að útgáfutónleikar sveitarinnar hafi verið einstaklega vel heppnaðir, en sveitin troðfyllti Gamla bíó og var stemningin ógleymanleg.Lof gagnrýnenda Platan Destrier með Agent Fresco vakti verðskuldaða athygli á árinu. Erlendir gagnrýnendur kepptust við að lofa plötuna eftir að hún kom út í ágúst. Sveitin gerði samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Infinity Records og var fyrsta Bandaríkjaferð sveitarinnar skipulögð. Líkt og hjá Gísla Pálma og Úlfi Úlfi voru útgáfutónleikar Agent Fresco ákaflega vel heppnaðir. Gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf sveitinni fimm stjörnur fyrir frammistöðuna á tónleikunum og sagði fagmennskuna hafa verið í fyrirrúmi, að tónleikarnir hefðu verið algjörlega frábærir.Agent Fresco er í þriðja sæti listans.Björk Björk er Björk, hún þarfnast engrar nánari kynningar. Platan hennar Vulnicura vakti – eins og venja er þegar Björk á í hlut – heimsathygli þegar hún kom út. Gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Björk fimm stjörnur. Hann kallaði plötuna „ótrúlegt listaverk“. Björk átti stundum í vandræðum með að tjá sig um efnistök plötunnar í fjölmiðlum, enda verkið einstaklega persónulegt. „Ég stóð mig að því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg. Ég er svolítið hissa hversu rækilega ég hafði skráð þetta í nánast tilfinningalegri tímaröð,“ sagði hún á heimasíðu sinni skömmu eftir útgáfuna.Tyggjótattú Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip, hefur alltaf vakið athygli í íslensku tónlistarsenunni. Hún gaf út sína aðra plötu á árinu, sem fékk titilinn Nótt á hafsbotni. Hún segir plötuna vera dekkri en frumburð hennar, Glamúr í geimnum, sem kom út árið 2013. „Ég er rosa ánægð með plötuna. Ég fór út í sveit að taka hana upp og það var svo mikill draugagangur þar, líka frost og ekkert símasamband. Þess vegna er hún frekar dökk og drungaleg.“ Fréttir ársins 2015 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi á bestu plötu ársins, að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Platan, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi, kemst á listann hjá ellefu af fimmtán álitsgjöfum og sex þeirra setja hann í efsta sætið. Í öðru sæti kemur rappsveitin Úlfur Úlfur, sem gaf út plötuna Tvær plánetur. Hún kemst á lista tíu álitsgjafa og er í efsta sæti hjá tveimur þeirra. Í þriðja sæti er Agent Fresco, en platan Destrier kemst á lista átta álitsgjafa, þar af í efsta sæti hjá einum þeirra. Fjórða sætið vermir svo Björk, sem kemst á lista fimm álitsgjafa og er í toppsætinu hjá tveimur þeirra. Í fimmta sætinu er dj. flugvél og geimskip, með plötuna Nótt á hafsbotni.Gísli Pálmi á plötu ársins, að mati álitsgjafa Fréttablaðsins.Kom eins og sprengja Platan Gísli Pálmi kom eins og sprengja inn í íslenskt tónlistarlíf, þegar hún kom út í apríl. Gísli Pálmi sagði frá plötunni í viðtali viðtali við Fréttablaðið í mars og vakti málið strax athygli. Þegar platan kom svo út rokseldist hún og komst á stall með plötunni Kveikur með Sigur Rós, þegar sölutölur á fyrsta degi voru skoðaðar. Það staðfesti Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, sem gaf plötu Gísla Pálma út. Platan fékk góða dóma hjá gagnrýnendum, meðal annars fjórar stjörnur frá Fréttablaðinu. Textarnir á plötunni vöktu sérstaka athygli, en í þeim lýsir Gísli Pálmi hliðum Reykjavíkurborgar sem fáir hafa innsýn í. Rithöfundurinn Mikael Torfason lýsti plötunni sem „Ísbjarnarblús sinnar kynslóðar“.Úlfur Úlfur er í 2. sæti á listanum.Ótrúlegar vinsældir Rappsveitin Úlfur Úlfur vakti mjög mikla athygli þegar hún gaf út plötuna Tvær plánetur. Platan kom út í júní og fangaði strax hjörtu landsmanna. „Þetta er plata sem við höfum unnið markvisst að. Hún er mun heilsteyptari og hvert lag er í raun kafli í sömu sögunni,“ sagði Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar liðsmanna sveitarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Mörg lög á plötunni urðu vinsæl, þá kannski sérstaklega lagið Brennum allt og vakti myndbandið við það sérstaka athygli. Óhætt er að segja að útgáfutónleikar sveitarinnar hafi verið einstaklega vel heppnaðir, en sveitin troðfyllti Gamla bíó og var stemningin ógleymanleg.Lof gagnrýnenda Platan Destrier með Agent Fresco vakti verðskuldaða athygli á árinu. Erlendir gagnrýnendur kepptust við að lofa plötuna eftir að hún kom út í ágúst. Sveitin gerði samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Infinity Records og var fyrsta Bandaríkjaferð sveitarinnar skipulögð. Líkt og hjá Gísla Pálma og Úlfi Úlfi voru útgáfutónleikar Agent Fresco ákaflega vel heppnaðir. Gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf sveitinni fimm stjörnur fyrir frammistöðuna á tónleikunum og sagði fagmennskuna hafa verið í fyrirrúmi, að tónleikarnir hefðu verið algjörlega frábærir.Agent Fresco er í þriðja sæti listans.Björk Björk er Björk, hún þarfnast engrar nánari kynningar. Platan hennar Vulnicura vakti – eins og venja er þegar Björk á í hlut – heimsathygli þegar hún kom út. Gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Björk fimm stjörnur. Hann kallaði plötuna „ótrúlegt listaverk“. Björk átti stundum í vandræðum með að tjá sig um efnistök plötunnar í fjölmiðlum, enda verkið einstaklega persónulegt. „Ég stóð mig að því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg. Ég er svolítið hissa hversu rækilega ég hafði skráð þetta í nánast tilfinningalegri tímaröð,“ sagði hún á heimasíðu sinni skömmu eftir útgáfuna.Tyggjótattú Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip, hefur alltaf vakið athygli í íslensku tónlistarsenunni. Hún gaf út sína aðra plötu á árinu, sem fékk titilinn Nótt á hafsbotni. Hún segir plötuna vera dekkri en frumburð hennar, Glamúr í geimnum, sem kom út árið 2013. „Ég er rosa ánægð með plötuna. Ég fór út í sveit að taka hana upp og það var svo mikill draugagangur þar, líka frost og ekkert símasamband. Þess vegna er hún frekar dökk og drungaleg.“
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira