Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, rýnir í tölurnar í rauðu möppunni, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari (lengst til hægri) undirbýr fundinn. Fréttablaðið/Pjetur „Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
„Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira