Nær Bandaríkin að hefna ófaranna síðan 2011? Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2015 13:00 Leikmenn Bandaríkjanna fagna marki í undanúrslitunum. vísir/getty Úrslitaleikur heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu fer fram í Kanada í kvöld. Þá mætast Bandaríkin og Japan, en úrslitaleikurinn hefst klukkan 23:00. Japan, sem á titil að verja, vann England í ótrúlegum leik í undanúrslitunum. Varnarmaður Englands, Laura Bassett, gerði þá lygilegt sjálfsmark í uppbótartíma sem tryggði Japan sigur 2-1. Bandaríkin vann 2-0 sigur á sterku liði Þýskalands, en Þýskaland klikkaði meðal annars á vítaspyrnu og fjölmörgum dauðafærum. Í átta liða úrslitunum mörðu Bandaríkjastúlkur Kína. Á HM 2011 mættust þessi sömu lið í úrslitaleiknum, en þá vann Japan 3-1 eftir vítaspyrnukeppni. Ayumi Kaihori, markvörður Japan, reyndist hetjan, en hún varði tvær af þremur spyrnum Bandaríkjanna.Sjá einnig: England hirti bronsið eftir framlengingu Ári síðar mættust svo liðin aftur í úrslitaleik, en þá var það á Ólympíuleikunum í London. Bandaríkin vann þá 2-1 sigur með tveimur mörkum frá Carli Lloyd. „Bæði lið vilja hefna ófaranna. Borið saman við liðin fyrir fjórum og tveimur árum þá hafa liðin vaxið," sagði Saki Kumagai, varnarmaður Japans og bætti við: „Þetta verður leikur þar sem allir munu sýna hvernig gæði okkar hafa batnað." Bandaríkin getur orðið fyrsta þjóðin til þess að vinna þrjá heimsmeistaratitla, en liðið varð meistari 1991 og 1999. „Það eru allir klárir og ég er með löppina á pedalanum. Sjálfstraust okkar er að batna og það varð betra gegn Kína og svo gegn Þýskalandi," sagði Carli Lloyd. Talið er að rúmlega 53 þúsund manns verði á BC Place leikvanginum í Vancouver í kvöld þar sem úrslitaleikurin fer fram. Fótbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Úrslitaleikur heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu fer fram í Kanada í kvöld. Þá mætast Bandaríkin og Japan, en úrslitaleikurinn hefst klukkan 23:00. Japan, sem á titil að verja, vann England í ótrúlegum leik í undanúrslitunum. Varnarmaður Englands, Laura Bassett, gerði þá lygilegt sjálfsmark í uppbótartíma sem tryggði Japan sigur 2-1. Bandaríkin vann 2-0 sigur á sterku liði Þýskalands, en Þýskaland klikkaði meðal annars á vítaspyrnu og fjölmörgum dauðafærum. Í átta liða úrslitunum mörðu Bandaríkjastúlkur Kína. Á HM 2011 mættust þessi sömu lið í úrslitaleiknum, en þá vann Japan 3-1 eftir vítaspyrnukeppni. Ayumi Kaihori, markvörður Japan, reyndist hetjan, en hún varði tvær af þremur spyrnum Bandaríkjanna.Sjá einnig: England hirti bronsið eftir framlengingu Ári síðar mættust svo liðin aftur í úrslitaleik, en þá var það á Ólympíuleikunum í London. Bandaríkin vann þá 2-1 sigur með tveimur mörkum frá Carli Lloyd. „Bæði lið vilja hefna ófaranna. Borið saman við liðin fyrir fjórum og tveimur árum þá hafa liðin vaxið," sagði Saki Kumagai, varnarmaður Japans og bætti við: „Þetta verður leikur þar sem allir munu sýna hvernig gæði okkar hafa batnað." Bandaríkin getur orðið fyrsta þjóðin til þess að vinna þrjá heimsmeistaratitla, en liðið varð meistari 1991 og 1999. „Það eru allir klárir og ég er með löppina á pedalanum. Sjálfstraust okkar er að batna og það varð betra gegn Kína og svo gegn Þýskalandi," sagði Carli Lloyd. Talið er að rúmlega 53 þúsund manns verði á BC Place leikvanginum í Vancouver í kvöld þar sem úrslitaleikurin fer fram.
Fótbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira