Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Guðrún Ansnes skrifar 8. október 2015 11:30 #égerekkitabú Erla Björnsdóttir, sálfræðingur. Vísir/GVA „Ég fagna því að fólk opni sig um þessi mál. Það er gríðarlega mikilvægt að opna umræðuna um geðsjúkdóma. Þetta er alltaf að breytast, en það þarf alltaf að gera meira,“ segir Erla Björnsdóttir sálfræðingur um byltinguna #égerekkitabú sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlunum undanfarinn einn og hálfan sólarhring. Upphófst byltingin í kjölfar opinberanna þeirra Töru Aspar Tjörvadóttur, Silju Bjarkar Björnsdóttur og Bryndísar Sæunnar S. Gunnlaugsdóttur, sem fengu sig endanlega fullsaddar af því tabúi sem felst í að bera geðsjúkdóm. Erla fagnar því sérlega að þjóðþekktir einstaklingar hafi stigið fram í þessu samhengi. „Það getur verið gott þar sem þetta fólk gegnir hlutverki fyrirmynda fyrir marga. Það getur auðveldað öðrum að tala um málið.“ Erla segir jafnframt öllu skipta að þurfa ekki að pukrast með sjúkdóminn. „Þetta getur hent hvern sem er, og þar skiptir engu máli staða eða stétt," bendir Erla á.Steiney segist þekkja á eigin skinni skömmina sem fylgi því að fara til sálfræðings, og fagnar umræðunni.Fréttablaðið/GVAOft sagst vera að fara til sjúkraþálfara þegar ég fór til sálfræðingsSteiney Skúladóttir leikkona er ein þeirra sem stigið hefur fram og tileinkað sér myllumerkið vinsæla. „Sjálf hef ég verið hjá sálfræðingi og það eitt og sér hefur bætt líf mitt um mörg númer. Ég hef oft staðið sjálfa mig að því að segjast vera að fara til læknis eða sjúkraþjálfara í stað þess að segja bara hreint út að ég sé að fara að hitta sálfræðing,“ segir Steiney. „Maður heyrir af fólki svipta sig lífi vegna þessa, þetta er ofboðslega alvarlegt og þetta er algengt. Miklu algengara en maður heldur,“ útskýrir Steiney. Segist Steiney sjálf hafa upplifað sig sér á báti þegar hún fór að sækja tíma hjá sálfræðingi, en hafi svo komið upp úr krafsinu að fjölmargar vinkonur hennar væru að gera nákvæmlega það sama, án þess að tala um það. „Það tíðkast ekki að tala um þetta, fólk ræðir þetta ekki einu sinni sín á milli. Því þarf að breyta.“ Steiney segist ekki hafa hikað við að taka þátt í þeirri vitundarvakningu sem #égerekkitabú felur í sér. „Það er algjörlega frábært að sjá allar þessar opnanir og áhugavert að skoða það sem fólk er að pósta. Það eru pottþétt allir sem hafa þurft eða þurfa aðstoð.“ Auk Steineyjar hafa þjóðþekktir einstaklingar á borð við Sölku Sól, Kött Grá Pjé, Emmsjé Gauta og fjölmargir fleiri, stigið fram og stutt þannig við bakið á baráttu þeirra Silju, Töru og Sæunnar. „Sjálf hef ég verið hjá sálfræðingi og það eitt og sér hefur bætt líf mitt um mörg númer. Ég hef oft staðið sjálfa mig að því að segjast vera að fara til læknis eða sjúkraþjálfara í stað þess að segja bara hreint út að ég sé að fara að hitta sálfræðing,“ segir Steiney. „Maður heyrir af fólki svipta sig lífi vegna þessa, þetta er ofboðslega alvarlegt og þetta er algengt. Miklu algengara en maður heldur,“ útskýrir Steiney. Segist Steiney sjálf hafa upplifað sig sér á báti þegar hún fór að sækja tíma hjá sálfræðingi, en hafi svo komið upp úr krafsinu að fjölmargar vinkonur hennar væru að gera nákvæmlega það sama, án þess að tala um það. „Það tíðkast ekki að tala um þetta, fólk ræðir þetta ekki einu sinni sín á milli. Því þarf að breyta.“ Steiney segist ekki hafa hikað við að taka þátt í þeirri vitundarvakningu sem #égerekkitabú felur í sér. „Það er algjörlega frábært að sjá allar þessar opnanir og áhugavert að skoða það sem fólk er að pósta. Það eru pottþétt allir sem hafa þurft eða þurfa aðstoð.“ Auk Steineyjar hafa þjóðþekktir einstaklingar á borð við Sölku Sól, Kött Grá Pjé, Emmsjé Gauta og fjölmargir fleiri, stigið fram og stutt þannig við bakið á baráttu þeirra Silju, Töru og Sæunnar. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur. Vísir/GVA „Ég fagna því að fólk opni sig um þessi mál. Það er gríðarlega mikilvægt að opna umræðuna um geðsjúkdóma. Þetta er alltaf að breytast, en það þarf alltaf að gera meira,“ segir Erla Björnsdóttir sálfræðingur um byltinguna #égerekkitabú sem tröllriðið hefur samfélagsmiðlunum undanfarinn einn og hálfan sólarhring. Upphófst byltingin í kjölfar opinberanna þeirra Töru Aspar Tjörvadóttur, Silju Bjarkar Björnsdóttur og Bryndísar Sæunnar S. Gunnlaugsdóttur, sem fengu sig endanlega fullsaddar af því tabúi sem felst í að bera geðsjúkdóm. Erla fagnar því sérlega að þjóðþekktir einstaklingar hafi stigið fram í þessu samhengi. „Það getur verið gott þar sem þetta fólk gegnir hlutverki fyrirmynda fyrir marga. Það getur auðveldað öðrum að tala um málið.“ Erla segir jafnframt öllu skipta að þurfa ekki að pukrast með sjúkdóminn. „Þetta getur hent hvern sem er, og þar skiptir engu máli staða eða stétt," bendir Erla á.Steiney segist þekkja á eigin skinni skömmina sem fylgi því að fara til sálfræðings, og fagnar umræðunni.Fréttablaðið/GVAOft sagst vera að fara til sjúkraþálfara þegar ég fór til sálfræðingsSteiney Skúladóttir leikkona er ein þeirra sem stigið hefur fram og tileinkað sér myllumerkið vinsæla. „Sjálf hef ég verið hjá sálfræðingi og það eitt og sér hefur bætt líf mitt um mörg númer. Ég hef oft staðið sjálfa mig að því að segjast vera að fara til læknis eða sjúkraþjálfara í stað þess að segja bara hreint út að ég sé að fara að hitta sálfræðing,“ segir Steiney. „Maður heyrir af fólki svipta sig lífi vegna þessa, þetta er ofboðslega alvarlegt og þetta er algengt. Miklu algengara en maður heldur,“ útskýrir Steiney. Segist Steiney sjálf hafa upplifað sig sér á báti þegar hún fór að sækja tíma hjá sálfræðingi, en hafi svo komið upp úr krafsinu að fjölmargar vinkonur hennar væru að gera nákvæmlega það sama, án þess að tala um það. „Það tíðkast ekki að tala um þetta, fólk ræðir þetta ekki einu sinni sín á milli. Því þarf að breyta.“ Steiney segist ekki hafa hikað við að taka þátt í þeirri vitundarvakningu sem #égerekkitabú felur í sér. „Það er algjörlega frábært að sjá allar þessar opnanir og áhugavert að skoða það sem fólk er að pósta. Það eru pottþétt allir sem hafa þurft eða þurfa aðstoð.“ Auk Steineyjar hafa þjóðþekktir einstaklingar á borð við Sölku Sól, Kött Grá Pjé, Emmsjé Gauta og fjölmargir fleiri, stigið fram og stutt þannig við bakið á baráttu þeirra Silju, Töru og Sæunnar. „Sjálf hef ég verið hjá sálfræðingi og það eitt og sér hefur bætt líf mitt um mörg númer. Ég hef oft staðið sjálfa mig að því að segjast vera að fara til læknis eða sjúkraþjálfara í stað þess að segja bara hreint út að ég sé að fara að hitta sálfræðing,“ segir Steiney. „Maður heyrir af fólki svipta sig lífi vegna þessa, þetta er ofboðslega alvarlegt og þetta er algengt. Miklu algengara en maður heldur,“ útskýrir Steiney. Segist Steiney sjálf hafa upplifað sig sér á báti þegar hún fór að sækja tíma hjá sálfræðingi, en hafi svo komið upp úr krafsinu að fjölmargar vinkonur hennar væru að gera nákvæmlega það sama, án þess að tala um það. „Það tíðkast ekki að tala um þetta, fólk ræðir þetta ekki einu sinni sín á milli. Því þarf að breyta.“ Steiney segist ekki hafa hikað við að taka þátt í þeirri vitundarvakningu sem #égerekkitabú felur í sér. „Það er algjörlega frábært að sjá allar þessar opnanir og áhugavert að skoða það sem fólk er að pósta. Það eru pottþétt allir sem hafa þurft eða þurfa aðstoð.“ Auk Steineyjar hafa þjóðþekktir einstaklingar á borð við Sölku Sól, Kött Grá Pjé, Emmsjé Gauta og fjölmargir fleiri, stigið fram og stutt þannig við bakið á baráttu þeirra Silju, Töru og Sæunnar.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira