Grófar líkamsárásir: Tvítugur síbrotamaður með kúbein og grjót að vopni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 16:33 Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa veist að manni fyrir utan hús í Reykjavík, slegið hann í andlit með grjóthnullungi þannig að maðurinn bæði tann- og nefbrotna Vísir/Kolbeinn Tumi/Getty Hæstiréttur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að tvítugur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. mars. Maðurinn er ákærður fyrir fjórar líkamsárásir þar af þrjár alvarlegar. Þá stendur yfir rannsókn á öðru líkamsárásarmáli frá því í september þar sem hann er sakaður um að hafa slegið mann í andlitið með grjóthnullungi. Maðurinn hefur tvívegis hlotið dóm í héraði fyrir fjölmargar líkamsárásir. Þannig var hann dæmdur í sextán mánaða skilorðsbundið fangelsi í júlí 2013 fyrir m.a. fimm líkamsárásir auk þjófnaðar og ítrekuð umferðarlagabrot. Um var að ræða hegningarauka frá mánaða fangelsisdómi frá því í desember 2012. Dómurinn var skilorðsbundinn til þriggja ára. Brotin voru allt frá því að kýla stúlku í andlitið yfir í að stela úlpu í Egilshöll.Brot á brot ofan Í júní og ágúst síðastliðnum höfðaði lögreglan sakamál á hendur manninum með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir ítrekað skjalafals og umferðarlagabrot og hins vegar fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur lögreglan til rannsóknar gróft ofbeldismál í september síðastliðnum þar sem maðurinn er undir rökstuddum grun um mjög hætturlegar líkamsárásir eins og segir í greinagerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar er manninum gefið að sök að hafa veist að manni fyrir utan hús í Reykjavík, slegið hann í andlit með grjóthnullungi þannig að maðurinn bæði tann- og nefbrotna. Tveir segjast hafa séð atvikið en maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan frá 8. október á þeim grundvelli að rökstuddur grunur væri að hann hefði rofið skilorð.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/PjeturFleiri líkamsárásir Lögreglan hefur gefið út fjölda ákæra á hendur manninum í máli sem var þingfest þann 13. febrúar síðastliðinn. Þar játaði maðurinn á sig öll umferðarlagabrot fyrir utan eitt en neitaði sök í fjórum líkamsárásarmálum. Þrjár eru metnar sem sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Aðalmeðferð málsins fer fram aðra vikuna í mars. Í einu málanna er maðurinn sakaður um að hafa slegið annan mann í bæði höfuð og bak með kúbeini í maí 2014. Nóttina áður veittist hann að tveimur stúlkum fyrir utan skemmtistað. Á hann að hafa kýlt aðra með krepptum hnefa í andlitið svo hún féll yfir járnhandrið og á götuna. Hina á hann að hafa slegið ítrekað í höfuðið með glerflösku. Þá snýr ein ákæran að líkamsárás í mars 2013 þar sem hann á að hafa slegið mann ítrekað í andlitið með krepptum hnefa og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá. Telur lögregla að verði maðurinn dæmdur fyrir líkamsárásirnar verði heildardómurinn ekki skremmri en þrjú ár miðað við fyrri refsingu. Minnt er á að brot mannsins geti, samkvæmt almennum hegningarlögum, varðað fangelsi allt að sextán árum.Héraðsdómur og Hæstiréttur sammála Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að líkamsárásin í mars 2013 geti ekki falið í sér brot á skilorði. Á hinn uppfylli líkamsárásirnar í maí 2014 og sú sem lögreglan hefur nú til rannsóknar frá því í september skilyrði til að fallast á kröfu um gæsluvarðhald.Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 16. mars. Þá verður aðalmeðferð málsins lokið en almennt er kveðinn upp dómur í héraði innan við fjórum vikum eftir að aðalmeðferð lýkur.Uppfært klukkan 22:10 Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni mannsins eru tveir aðrir grunaðir um að hafa veist að stúlkunum tveimur þann 25. maí 2014. Maðurinn kannist ekkert við umrætt mál. Þá segir hann að lögregla styðjist við einhliða frásögn brotaþola í líkamsárás þann 25. maí þar sem maður var sleginn með kúbeini í höfuð og bak. Vitni að málinu hafi ekki séð kærða beita ofbeldi. Ennfremur varðandi líkamsárás í september þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að manni og slegið með grjóthnullungi í andlitið segir lögmaður kærða ekkert benda til þess að maðurinn hafi þar verið að verki nema framburður tveggja annarra sem grunaðir séu um sama verknað. Þeir hafi einnig setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meintur brotaþoli hafi ekki bent á kærða við skýrslutöku, sagt ekki kannast við kærða né hafa átt eitthvað sökótt við hann. Bent er á að maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í 20 vikur þrátt fyrir ungan aldur. Þær verði jafnvel orðnar 32 að loknum mögulegum áfrýjunarfresti. Minnt er á að um sjötta gæsluvarðhald yfir manninum er að ræða en ekki fimmta eins og komi fram í greinargerð lögreglu. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að tvítugur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. mars. Maðurinn er ákærður fyrir fjórar líkamsárásir þar af þrjár alvarlegar. Þá stendur yfir rannsókn á öðru líkamsárásarmáli frá því í september þar sem hann er sakaður um að hafa slegið mann í andlitið með grjóthnullungi. Maðurinn hefur tvívegis hlotið dóm í héraði fyrir fjölmargar líkamsárásir. Þannig var hann dæmdur í sextán mánaða skilorðsbundið fangelsi í júlí 2013 fyrir m.a. fimm líkamsárásir auk þjófnaðar og ítrekuð umferðarlagabrot. Um var að ræða hegningarauka frá mánaða fangelsisdómi frá því í desember 2012. Dómurinn var skilorðsbundinn til þriggja ára. Brotin voru allt frá því að kýla stúlku í andlitið yfir í að stela úlpu í Egilshöll.Brot á brot ofan Í júní og ágúst síðastliðnum höfðaði lögreglan sakamál á hendur manninum með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir ítrekað skjalafals og umferðarlagabrot og hins vegar fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur lögreglan til rannsóknar gróft ofbeldismál í september síðastliðnum þar sem maðurinn er undir rökstuddum grun um mjög hætturlegar líkamsárásir eins og segir í greinagerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar er manninum gefið að sök að hafa veist að manni fyrir utan hús í Reykjavík, slegið hann í andlit með grjóthnullungi þannig að maðurinn bæði tann- og nefbrotna. Tveir segjast hafa séð atvikið en maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan frá 8. október á þeim grundvelli að rökstuddur grunur væri að hann hefði rofið skilorð.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/PjeturFleiri líkamsárásir Lögreglan hefur gefið út fjölda ákæra á hendur manninum í máli sem var þingfest þann 13. febrúar síðastliðinn. Þar játaði maðurinn á sig öll umferðarlagabrot fyrir utan eitt en neitaði sök í fjórum líkamsárásarmálum. Þrjár eru metnar sem sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Aðalmeðferð málsins fer fram aðra vikuna í mars. Í einu málanna er maðurinn sakaður um að hafa slegið annan mann í bæði höfuð og bak með kúbeini í maí 2014. Nóttina áður veittist hann að tveimur stúlkum fyrir utan skemmtistað. Á hann að hafa kýlt aðra með krepptum hnefa í andlitið svo hún féll yfir járnhandrið og á götuna. Hina á hann að hafa slegið ítrekað í höfuðið með glerflösku. Þá snýr ein ákæran að líkamsárás í mars 2013 þar sem hann á að hafa slegið mann ítrekað í andlitið með krepptum hnefa og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá. Telur lögregla að verði maðurinn dæmdur fyrir líkamsárásirnar verði heildardómurinn ekki skremmri en þrjú ár miðað við fyrri refsingu. Minnt er á að brot mannsins geti, samkvæmt almennum hegningarlögum, varðað fangelsi allt að sextán árum.Héraðsdómur og Hæstiréttur sammála Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að líkamsárásin í mars 2013 geti ekki falið í sér brot á skilorði. Á hinn uppfylli líkamsárásirnar í maí 2014 og sú sem lögreglan hefur nú til rannsóknar frá því í september skilyrði til að fallast á kröfu um gæsluvarðhald.Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 16. mars. Þá verður aðalmeðferð málsins lokið en almennt er kveðinn upp dómur í héraði innan við fjórum vikum eftir að aðalmeðferð lýkur.Uppfært klukkan 22:10 Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni mannsins eru tveir aðrir grunaðir um að hafa veist að stúlkunum tveimur þann 25. maí 2014. Maðurinn kannist ekkert við umrætt mál. Þá segir hann að lögregla styðjist við einhliða frásögn brotaþola í líkamsárás þann 25. maí þar sem maður var sleginn með kúbeini í höfuð og bak. Vitni að málinu hafi ekki séð kærða beita ofbeldi. Ennfremur varðandi líkamsárás í september þar sem maðurinn er sakaður um að hafa veist að manni og slegið með grjóthnullungi í andlitið segir lögmaður kærða ekkert benda til þess að maðurinn hafi þar verið að verki nema framburður tveggja annarra sem grunaðir séu um sama verknað. Þeir hafi einnig setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meintur brotaþoli hafi ekki bent á kærða við skýrslutöku, sagt ekki kannast við kærða né hafa átt eitthvað sökótt við hann. Bent er á að maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í 20 vikur þrátt fyrir ungan aldur. Þær verði jafnvel orðnar 32 að loknum mögulegum áfrýjunarfresti. Minnt er á að um sjötta gæsluvarðhald yfir manninum er að ræða en ekki fimmta eins og komi fram í greinargerð lögreglu.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira