Veraldlegar útfarir í uppnámi vegna viðgerða í Fossvogskirkju Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2015 07:00 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir lokun Fossvogskirkju vegna viðgerða bitna á félögum Siðmenntar sem eiga þá í fá hús að venda með útfarir. vísir/stefán „Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira