„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:39 vísir/Auðbergur Gíslason Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00
Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40