Innlent

Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði. Mynd/Esjar Már
Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru á vettvang í gær til að meta aðstæður í kjölfar óveðursins sem gengið yfir Austurland.

Í tilkynningu frá Viðlagatryggingu kemur fram að flóð og skriður hafi valdið talsverðum skemmdum á vátryggðum eignum, bæði hjá einstaklingum og sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

„Viðlagatrygging Íslands vátryggir gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Forsenda bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands af völdum vatnsflóðs eru þær að ár eða lækir flæði skyndilega yfir bakka sína eða flóðbylgjur frá sjó eða vötnum gangi á land og valdi skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum munum. Varðandi skriðufall er forsenda bótaskyldu þegar skriða úr fjalli eða hlíð fellur skyndilega á vátryggða muni með þeim afleiðingum að þeir skemmast eða eyðileggjast. Snjóflóð merkir snjóskriðu, sem fellur skyndilega úr fjalli eða hlíð á vátryggða muni með þeim afleiðingum að þeir skemmast eða eyðileggjast.

Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir og lausafé sem brunatryggt er hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi, auk þess eru opinber mannvirki skv. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1992 vátryggð, þar á meðal hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.

Tjón vegna eigna sem vátryggðar eru hjá Viðlagatryggingu Íslands og falla undir framangreinda bótaskyldu, skal tilkynna á vef Viðlagatryggingar Íslands, www.vidlagatrygging.is.

Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar 2016,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Lægðin að ná hámarki

Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.