Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Malbikið flettist af vegi í Stöðvarfirði og fauk út á tún. Mynd/Björgvin Valur Guðmundsson Jens Garðar Helgason „Tjónið er umtalsvert mikið, ég hef ekki fengið fregnir af tjóni annars staðar í Fjarðabyggð en það virðist vera mest hér á Eskifirði,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Annað sjóhúsið virðist vera ónýtt og báðar bryggjurnar farnar, þær liggja við sjóhúsin og svo er spýtnabrak út allan fjörðinn og upp á bryggju. Aðalgatan er mikið skemmd á kafla þar sem malbikið flettist af henni.“Verbúðin Söxuver splundraðist nær öll og fauk á rafveituhús.Mynd/Björgvin Valur GuðmundssonFólk hafði áhyggjur af ánum í fjallinu fyrir ofan bæinn vegna vatnavaxta en þær voru að mestu til friðs. Smábátahöfnin er nokkuð skemmd en bátar sluppu. „Björgunarsveitirnar unnu alveg þrekvirki hérna,“ segir Jens. Nokkrar skemmdir voru við Mjóeyri yst í bænum en mikið landrof varð á eyrinni vegna flóða eða um tvo til þrjá metra inn á eyrina. „Eyrin er stórskemmd og ljót yfir að líta,“ segir Sævar Guðjónsson, eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.Vegur við Eskifjörð rofnaði vegna sjóbrots.Mynd/Friðbergur HreggviðssonVerið er að hlaða upp á eyrina ef ske kynni að veðrið tæki að versna aftur en til stendur að reisa á eyrinni varnargarð. „Randúlfshúsið sem við höfum haft undir Sjóminjasafnið er svolítið skemmt, þetta er gríðarlega verðmætt 120 ára gamalt hús. Það slapp þó ágætlega en bryggjan fyrir framan það er orðin mjög ljót.“Bryggjurnar við sjóhúsin á Eskifirði skemmdust mikið og fóru tvær í óveðrinu.Mynd/Atli Börkur EgilssonLeiði Eiríks Þorlákssonar, sem var hálshöggvinn árið 1786 á Mjóeyri, fór á flot og riðlaðist til. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var á Austurlandi. „Leiðið er komið svona inn á miðjan reitinn.“ Undir miðvikudagsmorgun gerði aftakaveður á Stöðvarfirði að sögn Margeirs Margeirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Björgólfs á Stöðvarfirði. „Tjónið er gríðarlegt í bænum,“ segir Margeir. „Það var geymsluhúsnæði og verkstæði sem trillumaður var með, það bara splundraðist. Svona einn þriðji sem stendur eftir af því.“ Um er að ræða verbúðina Söxuver en húsið fauk á rafveituhús sem stórskemmdist. „Svo var olíuskúr úti í þorpi sem splundraðist, gróðurhús og fleira. Svo gekk sjórinn svo mikið yfir að það sprakk einn rafmagnskassi.“ Litlar skemmdir urðu á Norðfirði en rafmagnslínum sló saman og rafmagn fór af um stund. Þá varð lítið tjón á Egilsstöðum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Jens Garðar Helgason „Tjónið er umtalsvert mikið, ég hef ekki fengið fregnir af tjóni annars staðar í Fjarðabyggð en það virðist vera mest hér á Eskifirði,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Annað sjóhúsið virðist vera ónýtt og báðar bryggjurnar farnar, þær liggja við sjóhúsin og svo er spýtnabrak út allan fjörðinn og upp á bryggju. Aðalgatan er mikið skemmd á kafla þar sem malbikið flettist af henni.“Verbúðin Söxuver splundraðist nær öll og fauk á rafveituhús.Mynd/Björgvin Valur GuðmundssonFólk hafði áhyggjur af ánum í fjallinu fyrir ofan bæinn vegna vatnavaxta en þær voru að mestu til friðs. Smábátahöfnin er nokkuð skemmd en bátar sluppu. „Björgunarsveitirnar unnu alveg þrekvirki hérna,“ segir Jens. Nokkrar skemmdir voru við Mjóeyri yst í bænum en mikið landrof varð á eyrinni vegna flóða eða um tvo til þrjá metra inn á eyrina. „Eyrin er stórskemmd og ljót yfir að líta,“ segir Sævar Guðjónsson, eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.Vegur við Eskifjörð rofnaði vegna sjóbrots.Mynd/Friðbergur HreggviðssonVerið er að hlaða upp á eyrina ef ske kynni að veðrið tæki að versna aftur en til stendur að reisa á eyrinni varnargarð. „Randúlfshúsið sem við höfum haft undir Sjóminjasafnið er svolítið skemmt, þetta er gríðarlega verðmætt 120 ára gamalt hús. Það slapp þó ágætlega en bryggjan fyrir framan það er orðin mjög ljót.“Bryggjurnar við sjóhúsin á Eskifirði skemmdust mikið og fóru tvær í óveðrinu.Mynd/Atli Börkur EgilssonLeiði Eiríks Þorlákssonar, sem var hálshöggvinn árið 1786 á Mjóeyri, fór á flot og riðlaðist til. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var á Austurlandi. „Leiðið er komið svona inn á miðjan reitinn.“ Undir miðvikudagsmorgun gerði aftakaveður á Stöðvarfirði að sögn Margeirs Margeirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Björgólfs á Stöðvarfirði. „Tjónið er gríðarlegt í bænum,“ segir Margeir. „Það var geymsluhúsnæði og verkstæði sem trillumaður var með, það bara splundraðist. Svona einn þriðji sem stendur eftir af því.“ Um er að ræða verbúðina Söxuver en húsið fauk á rafveituhús sem stórskemmdist. „Svo var olíuskúr úti í þorpi sem splundraðist, gróðurhús og fleira. Svo gekk sjórinn svo mikið yfir að það sprakk einn rafmagnskassi.“ Litlar skemmdir urðu á Norðfirði en rafmagnslínum sló saman og rafmagn fór af um stund. Þá varð lítið tjón á Egilsstöðum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira