Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Malbikið flettist af vegi í Stöðvarfirði og fauk út á tún. Mynd/Björgvin Valur Guðmundsson Jens Garðar Helgason „Tjónið er umtalsvert mikið, ég hef ekki fengið fregnir af tjóni annars staðar í Fjarðabyggð en það virðist vera mest hér á Eskifirði,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Annað sjóhúsið virðist vera ónýtt og báðar bryggjurnar farnar, þær liggja við sjóhúsin og svo er spýtnabrak út allan fjörðinn og upp á bryggju. Aðalgatan er mikið skemmd á kafla þar sem malbikið flettist af henni.“Verbúðin Söxuver splundraðist nær öll og fauk á rafveituhús.Mynd/Björgvin Valur GuðmundssonFólk hafði áhyggjur af ánum í fjallinu fyrir ofan bæinn vegna vatnavaxta en þær voru að mestu til friðs. Smábátahöfnin er nokkuð skemmd en bátar sluppu. „Björgunarsveitirnar unnu alveg þrekvirki hérna,“ segir Jens. Nokkrar skemmdir voru við Mjóeyri yst í bænum en mikið landrof varð á eyrinni vegna flóða eða um tvo til þrjá metra inn á eyrina. „Eyrin er stórskemmd og ljót yfir að líta,“ segir Sævar Guðjónsson, eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.Vegur við Eskifjörð rofnaði vegna sjóbrots.Mynd/Friðbergur HreggviðssonVerið er að hlaða upp á eyrina ef ske kynni að veðrið tæki að versna aftur en til stendur að reisa á eyrinni varnargarð. „Randúlfshúsið sem við höfum haft undir Sjóminjasafnið er svolítið skemmt, þetta er gríðarlega verðmætt 120 ára gamalt hús. Það slapp þó ágætlega en bryggjan fyrir framan það er orðin mjög ljót.“Bryggjurnar við sjóhúsin á Eskifirði skemmdust mikið og fóru tvær í óveðrinu.Mynd/Atli Börkur EgilssonLeiði Eiríks Þorlákssonar, sem var hálshöggvinn árið 1786 á Mjóeyri, fór á flot og riðlaðist til. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var á Austurlandi. „Leiðið er komið svona inn á miðjan reitinn.“ Undir miðvikudagsmorgun gerði aftakaveður á Stöðvarfirði að sögn Margeirs Margeirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Björgólfs á Stöðvarfirði. „Tjónið er gríðarlegt í bænum,“ segir Margeir. „Það var geymsluhúsnæði og verkstæði sem trillumaður var með, það bara splundraðist. Svona einn þriðji sem stendur eftir af því.“ Um er að ræða verbúðina Söxuver en húsið fauk á rafveituhús sem stórskemmdist. „Svo var olíuskúr úti í þorpi sem splundraðist, gróðurhús og fleira. Svo gekk sjórinn svo mikið yfir að það sprakk einn rafmagnskassi.“ Litlar skemmdir urðu á Norðfirði en rafmagnslínum sló saman og rafmagn fór af um stund. Þá varð lítið tjón á Egilsstöðum. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Jens Garðar Helgason „Tjónið er umtalsvert mikið, ég hef ekki fengið fregnir af tjóni annars staðar í Fjarðabyggð en það virðist vera mest hér á Eskifirði,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Annað sjóhúsið virðist vera ónýtt og báðar bryggjurnar farnar, þær liggja við sjóhúsin og svo er spýtnabrak út allan fjörðinn og upp á bryggju. Aðalgatan er mikið skemmd á kafla þar sem malbikið flettist af henni.“Verbúðin Söxuver splundraðist nær öll og fauk á rafveituhús.Mynd/Björgvin Valur GuðmundssonFólk hafði áhyggjur af ánum í fjallinu fyrir ofan bæinn vegna vatnavaxta en þær voru að mestu til friðs. Smábátahöfnin er nokkuð skemmd en bátar sluppu. „Björgunarsveitirnar unnu alveg þrekvirki hérna,“ segir Jens. Nokkrar skemmdir voru við Mjóeyri yst í bænum en mikið landrof varð á eyrinni vegna flóða eða um tvo til þrjá metra inn á eyrina. „Eyrin er stórskemmd og ljót yfir að líta,“ segir Sævar Guðjónsson, eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.Vegur við Eskifjörð rofnaði vegna sjóbrots.Mynd/Friðbergur HreggviðssonVerið er að hlaða upp á eyrina ef ske kynni að veðrið tæki að versna aftur en til stendur að reisa á eyrinni varnargarð. „Randúlfshúsið sem við höfum haft undir Sjóminjasafnið er svolítið skemmt, þetta er gríðarlega verðmætt 120 ára gamalt hús. Það slapp þó ágætlega en bryggjan fyrir framan það er orðin mjög ljót.“Bryggjurnar við sjóhúsin á Eskifirði skemmdust mikið og fóru tvær í óveðrinu.Mynd/Atli Börkur EgilssonLeiði Eiríks Þorlákssonar, sem var hálshöggvinn árið 1786 á Mjóeyri, fór á flot og riðlaðist til. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var á Austurlandi. „Leiðið er komið svona inn á miðjan reitinn.“ Undir miðvikudagsmorgun gerði aftakaveður á Stöðvarfirði að sögn Margeirs Margeirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Björgólfs á Stöðvarfirði. „Tjónið er gríðarlegt í bænum,“ segir Margeir. „Það var geymsluhúsnæði og verkstæði sem trillumaður var með, það bara splundraðist. Svona einn þriðji sem stendur eftir af því.“ Um er að ræða verbúðina Söxuver en húsið fauk á rafveituhús sem stórskemmdist. „Svo var olíuskúr úti í þorpi sem splundraðist, gróðurhús og fleira. Svo gekk sjórinn svo mikið yfir að það sprakk einn rafmagnskassi.“ Litlar skemmdir urðu á Norðfirði en rafmagnslínum sló saman og rafmagn fór af um stund. Þá varð lítið tjón á Egilsstöðum.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira